Austurbrú hefur með höndum umsýslu verkefnisins Miðstöð menningarfræða samkvæmt samningi. Markmið verkefnisins er að eflinga menningar og menningartengt atvinnulíf á Seyðisfirði í samræmi við samning milli ríkis og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Samningur milli Múlaþings og Austurbrúar er um þjónustu við sérstök verkefni á Seyðisfirði út frá ofangreindum samningi. Viðauki við samninginn er unnin hvert ár með þeim áherslum sem ákveðið er í samráði við viðkomandi stofnanir. Þær stofnanir sem koma að samningnum eru ólíkar en hafa allar með höndum ólík verkefni á sviði menningar.

Verkefnin sem unnið var mest að árið 2022 voru verkefni fyrir Tækniminjasafn Austurlands, Bláu kirkjuna og Skaftfell. Megin áherslan og flestir tímar fóru í vinnu fyrir Tækniminjasafn Austurlands sem fór mjög illa í aurflóðunum í desember 2020. Þar var unnið að nýrri heimasíðu og fleiri verkefni sem nauðsynleg eru við uppbyggingu safnsins.

Verkefnisstjórn


Signý Ormarsdóttir

470 3811 // [email protected]