Atvinnuþróunarfulltrúar Austurbrúar leitast við að fylgjast með fjármögnunarmöguleikum og veita ráðgjöf til frumkvöðla varðandi fjármögnun verkefna og gerð umsókna í sjóði, t.a.m. Tækniþróunarsjóð, Matvælasjóð eða sjóði á vegum Byggðastofnunar.
Austurbrú hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Austurlands og veitir einnig ráðgjöf og aðra aðstoð honum tengda. Haustið 2022 voru haldnar tíu vinnustofur um Austurland í aðdraganda úthlutunar Uppbyggingarsjóðs þar sem umsækjendur fengu leiðsögn í gerð umsókna.