Verkefnisstjórn fundaði ört yfir árið enda mikið sem þarf að undirbúa þegar byggðakjarnar eru að hefja göngu sína í Brothættum byggðum. Unnin var stöðugreining fyrir Stöðvarfjörð ásamt því að vinna verkefnisáætlun Sterks Stöðvarfjarðar og nokkrir fundir fóru í yfirferð á umsóknum og undirbúning vegna úthlutunar úr Frumkvæðissjóði.

Íbúaþingið sem haldið var í mars gaf ákveðinn tón fyrir því hvernig fyrstu mánuðir verkefnisins Sterkur Stöðvarfjöður myndi vera. Íbúafundir hafa verið vel sóttir og þátttakendur áhugasamir og óhræddir við að koma með hugmyndir, athugasemdir og umræður hafa ávallt verið góðar og gagnlegar. Allir eiga það sameiginlegt að vilja sjá Stöðvarfjörð blómstra og fólk bindur vonir við að þetta verkefni muni byggja þann grunn sem þarf til þess.

Verkefnisstjóri


Valborg Ösp Á. Warén

869 4740 // [email protected]