Árið 2021 var gerður samstarfssamningu hagsmunaaðila að áfangastaðnum Stuðlagili á Jökuldal. Árið 2022 var unnið að verkefninu undir stjórn Austurbrúar með landeigendum og sveitarfélaginu Múlaþingi. Tilgangurinn með samstarfinu var að stuðla að heildar samræmingu með því að skapa ferli sem tekur mið af samþættingu hagsmunaaðila, sátt íbúa, opinberri stefnumótun, staðbundinni stefnumótun, sjálfbærni og ábyrgri nýtingu, gæða og fagurfræði í hönnun innviða. Auk þess unnu Teiknistofa Norðurlands að rammaskipulaginu og verkfræðistofan Efla vann þolmarka- og arðsemisgreiningu fyrir svæðið með samstarfshópnum. Vinnunni lauk að mestu í lok árs 2022 og er nú frekari vinna með hagaðilum í kringum Stuðlagil alfarið á vegum Múlaþings.

Verkefnisstjórn


Signý Ormarsdóttir

864 4958 // [email protected]