Gæðavottun

Austurbrú er með gæðavottun sem fræðsluaðili í fullorðinsfræðslu samkvæmt gæðakerfi EQM+. Gæðavottunin felur í sér að fylgt er viðurkenndum gæðaviðmiðum fyrir fræðslu, ráðgjöf um nám og störf og raunfærnimat. EQM+ gæðakerfið er hannað og  til að mæta kröfum um sameiginleg gæðaviðmið fyrir aðila utan hins formlega skólakerfis og starfrækt í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Ávinningur gæðavottunar er aukin gæðavitund meðal starfsfólks sem hefur það að markmiði að efla og bæta fræðslustarfsemi Austurbrúar.  Austurbrú endurnýjaði EQM+ gæðavottunina sína árið 2022 án athugasemda frá vottunaraðila. 

Ávallt er stefnt að því að leggja fyrir námskeiðsmat að lokinni kennslu á námskeiðum og á námsleiðum hjá Austurbrú til að meta gæði kennslunnar. Er það hluti af gæðakerfi Austurbrúar. Námskeiðunum hjá Austurbrú er skipt í eftirfarandi flokk og eru teknar saman meðaltalsniðurstöður fyrir hvern flokk: 

  • Fjölmennt (ekki er lagt fyrir námskeiðsmat fyrir þennan hóp)  
  • Fræðsluáætlun fyrirtækja og stofnana  
  • Íslenska fyrir útlendinga  
  • Námsleiðir fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FRÆ)  
  • Rafræn námskeið  
  • Stóriðjuskóli  
  • Stök námskeið  

Á vorönn voru 66 kennsluhópar í gangi en námskeiðsmat var lagt fyrir 52 hópa (78,8%).  Á haustönn var 51 kennsluhópur í gangi hjá Austurbrú en námskeiðsmat var lagt fyrir 43 hópa (84%).   

Einn af gæðavísum Austurbrúar er að 80% þátttakenda á námskeiðum og námsleiðum segjast vera ánægðir eða mjög ánægðir með námskeiðið (einkunn 7 eða hærri á skalanum 1 – 10). Hér fyrir neðan eru svör þátttakenda frá vorönn 2022 og haustönn 2022. Eins og sjá má þá eru þátttakendur almennt mjög ánægðir eða ánægðir með námskeiðin og eru því nokkuð vel fyrir ofan þau gæðaviðmið sem sett eru.  

Jafnlaunakerfi 

Austurbrú er jafnlaunavottuð stofnun og er úttekt vottunaraðila sem hefur verið Versa vottun, árlega. Vottun fyrir 2022 var staðfest með úttekt í ágúst 2022 og var fyrir þá úttekt gerð mikil yfirhalning á utanumhaldi og umgjörð kerfisins innan Austurbrúar. Vottunaraðili fagnaði þeim breytingum sem gerðar hafa verið og telur að stofnunin sé komin vel áleiðis með að vefa jafnlaunakerfið og kröfur þess inn í alla viðeigandi starfsþætti. Innan Austurbrúar tekur hópur starfsmanna þátt í innri úttektum en það er í höndum stjórnendateymis og jafnlaunateymis að reka kerfið og halda utan um það frá degi til dags. Frekari aðlögun og innleiðing kerfisin mun halda áfram og verður miðað að því að kerfið verði innbyggt í viðeigandi stefnur og verklag og sé almennur hluti af stjórnunarkerfi Austurbrúar. 

Verkefnisstjórn


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]