Byggðastofnun veitti Austurbrú styrk til að rannsaka viðhorf og reynslu íbúa póstnúmera tengdum Loftbrú um notagildi og hlutverk úrræðis út frá reynslu hópsins, s.s. samsetningu hans, tilgangi og fjölda ferða, kosta og annmarka og jöfnun aðgengis að þjónustu. Veitti Byggðastofnun styrk upp á 7 milljónir króna úr lið A.10 í byggðaáætlun. Samstarfsaðilar verkefnisins voru Vegagerðin, Byggðastofnun og landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Suðurlandi og Austurlandi. Öll landshlutasamtök sem ná yfir þau póstnúmer sem tilheyra þeim hópi lögheimila sem hefur aðgang að Loftbrú. Könnunin fór í loftið í febrúar árið 2022 og fyrstu niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Ísafirði í maí. Einnig voru niðurstöðurnar kynntar fyrir landshlutasamtökunum í september. Lokaskýrslan var send á Byggðastofnun í desember og er áætlað að niðurstöður fyrir almenning verði birtar í byrjun árs 2023.  

Skoða niðurstöður

Verkefnisstjórn


Erna Rakel Baldvinsdóttir

845 2185 // [email protected]