Árið 2022 hófst vinna við gerð mælaborðs Austurlands. Lagt er upp með að afurð verkefnisins sé upplýsingatorg þar sem nálgast má á notendavænan og aðgengilegan hátt helstu tölfræði sem varðar landshlutann, s.s. íbúaþróun, lýðheilsu, afbrotatölfræði, tekjur, atvinnuþátttöku, atvinnuleysi, menntun og aldurssamsetningu.

Upplýsingar verða framsettar í formi mælaborðs í greiningar- og skýrslugerðartólinu Microsoft PowerBi. Unnið er að því að safna tölulegum gögnum um landshlutann. Umfangsmikil sérvinnslubeiðni hefur legið fyrir hjá Hagstofu síðan miðsumars 2022, má búast við því að gögnin berist til Austurbrúar fyrri hluta árs 2023.

Verkefnisstjórn


Gabríel Arnarsson

857 0804 // [email protected]