Austurbrú hefur haldið utan um Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar frá árinu 2013. Verkefninu var komið á til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Vöktun hefur staðið yfir frá árinu 2007.
Auk hinna hefðbundnu verkþátta var á árinu 2022 lögð vinna í að bæta aðgengi að efni á heimasíðu verkefnisins og gera hana sýnilegri á vefnum. Þann 27. Apríl var haldinn ársfundur sjálfbærniverkefnisins. Þema fundarins í ár voru Húsnæðismál á Austurlandi. Á fundinum fóru sérfræðingar frá Samtökum Iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Héraðsverk, Fasteignasölunni INNI, Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun yfir stöðuna í húsnæðismálum á Austurlandi frá hinum ýmsu sjónarhornum. Fundurinn var tekinn upp og má nálgast upptökuna á Youtube-rás verkefnisins.