Sóknaráætlun Austurlands gildir frá 2020-2024. Í henni eru aðgerðir og markmið á sviði menningar, umhverfis og efnahags. Sóknaráætlunin verður endurskoðuð í samhengi við Svæðisskipulag Austurlands og áherslur þess munu móta þær aðgerðir og markmið sem Sóknaráætlunin mun vinna að á gildistíma sínum hverju sinni. Sóknaráætlun Austurlands tilheyra einnig áhersluverkefni sem valin eru af SSA.