Íslenskunámskeið

Á árinu 2023 voru haldin 18 námskeið í íslensku fyrir útlendinga í sex byggðakjörnum á Austurlandi; á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Borgarfirði Eystri og í Neskaupstað. Tíu námskeið voru haldin á þrepi 1, fimm á þrepi 2 og tvö á þrepi 3. Nemendur voru alls 209. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að þróa og aðlaga kennsluefni íslensku námskeiðanna að Evrópska tungumálarammanum (CEFR). Austurbrú, Símey og Mímir fengu til þess Nordplus styrk sem einnig var nýttur til að heimsækja og vinna með Studieskolen í Danmörku. Skóla sem er framsækinn hvað varðar þróun tungumálakennslu í Evrópu. Sameiginleg sýn og stefna í íslenskukennslu styrkir stoðir námsins á landsvísu. Samvinnan styður einnig við þróunarverkefnið, Lís.a, sem verður app í íslensku- og samfélagskennslu. Það er því mikil gróska í íslenskukennslu fyrir útlendinga hjá Austurbrú sem gerir Austurland að „Góðum heimkynnum, Landi sóknarfæra og Sterku samfélagi“ (Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044) fyrir alla íbúa fjórðungsins.

Landneminn

Landneminn er samfélagsfræðslu námskeið fyrir flóttafólk og aðra innflytjendur. Árið 2023 hélt Austurbrú tvö Landnema námskeið í samstarfi við Vinnumálastofnun. Fyrra námskeiðið var haldið í janúar til mars og voru þátttakendur rúmlega 20 talsins, seinna námskeiðið var haldið frá október til desember og voru þátttakendur 14 talsins, en allir eru innflytjendur frá Úkraínu og búsettir á Austurlandi. Markmið námsins er að veita innsýn og almenna fræðslu um íslenskt samfélag og gefa nemendum tækifæri til að ræða það sem brennur á þeim enda óhjákvæmilegt að ýmsar spurningar vakni þegar fólk þarf að aðlagast nýjum aðstæðum í nýju landi.

Verkefnisstjórn


Úrsúla Manda Ármannsdóttir

864 4231 // [email protected]

Íslenskukennsla í appi

Stofnunin hefur staðið að íslenskukennslu fyrir útlendinga í fjölmörg ár. Skapað þannig mikla reynslu og þekkingu en einnig staðið að þróun kennsluefnisins og nú undanfarið aðlagað það að Evrópska tungumálarammanum (CEFR) og að þróa íslenskukennsluappið Lísa – lærum íslensku. Með fjölgun fólks af erlendum uppruna kemur ákall um enn frekari þróun á kennsluefninu, að boðið sé uppá fjölbreyttari námsleiðir og að geta sinnt námi að einhverju leiti ókeypis og á hvaða tíma sem er. Aukin áhersla er einnig á að tengja námið betur við nærumhverfi viðkomandi, samfélag og starfsumhverfi út frá atvinnutengdum orðaforða.

Með stuðningi frá Þróunarsjóði innflytjendamála, Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar, Máltæknisjóði og Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi hefur verið unnið að þróun Lísu. Með okkur hafa starfað tvö framsækin fyrirtæki; Stokkur sem er leiðandi í þróun smáforrita á íslenskum markaði og leggur áherslu á aðgengi og einfaldleika í hönnun og Miðeind sem er leiðandi á sviðið máltækni og gervigreindar fyrir íslensku og veigamikill þátttakandi í fimm ára máltækniáætlun stjórnvalda. Á árinu var unnið lógo fyrir Lísu, hafin raddsöfnun og hannaður framendi appsins. Samhliða var hafist handa við að taka saman kennsluefni sem setja á inn í appið eftir CEFR.

Austurbrú var ráðlagt af Rannís að stofna sérstakt einkahlutafélag um þróun Lísu þar sem það er ólíkt öðrum verkefnum hjá stofnuninni og tiltölulega fjárfrekt. Unnið var því að stofnun Þróa ehf og í framhaldi skrifuð umsókn í  Tækniþróunarsjóð.  Sjóðurinn gaf umsókninni lofsamlega lokaeinkunn A (A2) og samþykkt vilyrði upp á 50 milljónir króna í júní 2023.

Nánar um Lísu

Verkefnisstjórn


Gabríel Arnarsson

857 0804 // [email protected]


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]