Pistill yfirverkefnastjóra
Lesa pistilRannsókna- og greiningarteymi Austurbrúar fæst við fjölmörg verkefni sem að stórum og vaxandi hluta eru þverfaglega unnin innan allra málaflokka Austurbrúar.
Styrktar rannsóknir
Austurbrú tekur þátt í samkeppnisumhverfi rannsókna og greiningarverkefna og sækir árlega um styrki til hinna ýmsu verkefna sem við teljum að séu Austurlandi til gagns. Einnig er reglulega leitað til Austurbrúar um samstarf og þátttöku í rannsóknar og greiningarverkefnum innanlands og erlendis.
Rannsóknir og greiningar
Austurbrú vinnur að hagsmunamálum Austurlands og hefur nú fengið Svæðisskipulag Austurlands sér til leiðsagnar sem auðveldar ýmsa stefnumótun og áætlangerð auk þess sem skýrara verður hvar þarf að safna gögnum til greiningar og kortlagningar fyrir hins ýmsu verkefni sem tengjast þvert á alla málaflokka Austurbrúar og málefnasvið Svæðisskipulagsins.
Greiningarþjónusta
Austurbrú tekur að sér greiningarverkefni fyrir fjölmarga aðila. Teymið vinnur starfsánægju- og þjónustukannanir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Teymið hefur lagt nokkra vinnu í markaðssetningu í þessari þjónustu og hefur það skilað sér í fjölbreyttum verkefnum. Einnig sjá starfsmenn rannsókna og greiningarteymis um ýmsa þverfaglega greiningarvinnu innan Austurbrúar s.s. í verkefnum tengdum Byggðaáætlun, viðburðum sem Austurbrú verkefnastýrir auk þess að koma að skipulagningu fjölmargra vinnustofa.
Sjálfbærniverkefnið
Austurbrú hefur haldið utan um Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar frá árinu 2013. Verkefninu var komið á til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Vöktun hefur staðið yfir frá árinu 2007. Auk hinna hefðbundnu verkþátta var á árinu 2023 lögð vinna í að bæta aðgengi að efni á heimasíðu verkefnisins og gera hana sýnilegri á vefnum.
NánarEyglóar-verkefnið
Eygló er samstarfsverkefni um eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi. Heitið Eygló vísar til öflugasta orkugjafans, sólarinnar og til bjartrar og kraftmikillar framtíðar. Skrifað var undir samstarfssamning um verkefnið í febrúar 2023 með gildistíma í fjögur ár og framlengingarákvæði.
Nánar