Á fyrsta stýrihópsfundi ársins, voru tillögur að breyttu fyrirkomulagi ársfunda verkefnisins ræddar. Á þeim fundi kom upp sú tillaga að halda fundinn annað hvert ár í stað þess að halda hann árlega. Tekin var ákvörðun um að fresta fundinum fram í október 2023 þar sem vinna við rýni á skýrslu RHA var í gangi. Í september 2023 var tekin ákvörðun um að sleppa ársfundi í ár og nýta fjármagn í vinnu við athugasemdir RHA. Héðan af verða því ársfundir Sjálfbærniverkefnisins haldnir annað hvert ár, í staðinn fyrir ár hvert. Einnig var lagt til breytingar á verklagsreglu sem varðar tímamörk ársfundar þ.e.a.s. að reglan einskorðist ekki einungis við að hafa ársfund eigi síðar en fyrstu vikuna í maí mánuð heldur megi nú halda ársfund á haustmisseri.  

Á árinu var farið í þá vinnu sem var lagt upp með í áætlun ársins að endurskoða vísana með því að markmiðið að þeir þjóni meiri tilgangi fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri gerði úttekt á vísum verkefnisins fyrir eigendur verkefnisins og var skýrslan kynnt fyrir eigendum í maí á þessu ári. Í þeirri skýrslu eru lagðar til ýmsar breytingar á verkefninu og er sú vinna þegar farinn af stað að vinna að breytingum á vísum. Samþykkt var að þróa verkefni áfram með því að draga fram áhugaverðar upplýsingar og túlka þau gögn sem hafa verið safnað saman í öll þessi ár. Samhljómur innan stýrihópsins var um að Austurbrú væri vel þess fallinn að segja söguna og túlka gögnin. En gætu sömuleiðis leitað til utanaðkomandi sérfræðinga sem hafa sérþekkingu á vissum sviðum t.d. að leita til Náttúrustofnu Austurlands til að segja söguna og túlka gögnin um hreindýr svo eitthvað sé nefnt.  

Sumarið 2023 þurfti að fara í uppfærslu á Google Analytics, þar sem staðallinn sem verið var að nota til að fylgjast með heimsóknum á síðu varð óvirkur 1. júní. Gamli staðallinn stóðst ekki kröfur um persónuvernd. Síðan var uppfærð í GA4 og var settur inn vefborði til samþykktar um vefmælingar. Megin munurinn á mælingum liggur fyrst og fremst í því að ekki er farið að safna gögnum fyrr en notandi hefur samþykkt gagnasöfnun. 

Til að auðvelda og fækka viðhengjum í tengslum við verkefnið voru gerðar tilraunir með að deila hlekk á skjalið til ábyrgðaraðila fyrir hvern vísi og hefur það heppnast ágætlega og skjölum hafa fækkað og flækjustig minnkað. Hugmyndir voru um að sjálfvirknivæða gagnatengingar við Hagstofuna, en hefur ekki tekist að ganga frá þeim tengingum. 

Breytingar urðu á mælingum á heimsóknum á vef árið 2023. Til að uppfylla reglugerð um persónuvernd var GA4 innleitt á vef. Sú uppfærsla krefst samþykkis notanda til að safna upplýsingum um heimsókn á síðuna og því líkur á því að einhverjar heimsóknir hafi ekki samþykkt söfnun á upplýsingum. Heimsóknum fækkað örlítið árið 2023 en talning var ekki virk á síðunni frá 1. júní – 27. júní. Alls voru heimsóknir frá 26. október 2022 – 9. nóvember 2023 2.283 notendur vefinn alls 9.461 sinni. Alls voru skoðaðar 12.407 síður og var meðal tími notenda á síðunni 3 mínútur og 30 sekúndur. Flestir gestir síðunnar koma frá Íslandi (1.177), næst koma Bandaríkin (440 gestir), Holland (98 gestir), Finnland (60 gesti) og Bretland (57 gestir). 

Verkefnisstjórn


Jóhann Björn Sigurgeirsson

847 6571 // [email protected]