Samstarfseiningar við Iðuna

Alls luku 5 raunfærnimati í iðngreinum árið 2022. Náms- og starfsráðgjafar sjá þá að stærstum hluta um samskipti við nemendurna; upplýsa þá um fyrirkomulag, aðstoðaða við að fá þau gögn sem þarf til að viðkomandi yrði samþykktur inn í matið, aðstoðaða við að fylla út sjálfsmatslista og almenna skráningu ef þurfa þykir, finna tímasetningu fyrir matið í samráði við Iðuna, útvega aðstöðu ef nemandinn kýs að vera ekki heima hjá sér og eru stundum stuðningsaðili í sjálfu matinu. Matssamtölin fara í öllum tilfellum fram í gegnum fjarfund/teams og þurftu því nemendurnir aldrei að ferðast til Reykjavíkur í ferlinu. Iðan sér um matsaðilann í þessu ferli.

Fisktæknibraut

Alls luku 12 raunfærnimati í fisktækni á árinu þar af voru 9 starfsmenn Búlandstinds og fór það raunfærnimat fram í september á Djúpavogi.

VISKA

Einn nemandi tók raunfærnimat í skipstjóra í samstarfi við Visku í Vestamannaeyjum. Það samstarf og mat fór fram með sama hætti og hjá Iðunni Austurbrú hafði umsjón með raunfærnimati í fisktækni og þjónustugreinum. Þar sér Austurbrú um alla þætti sem snúa að framkvæmt og þar með talið ráðningu matsaðila.

Þjónustugreinar

Átta einstaklingar luku raunfærnimati í þjónustugreinum á árinu og þar af tók einn raunfærnimat í tveimur námsbrautum þannig að raunfærnimötin voru samtals níu. Skiptingin var þannig: sex í stuðningsfulltrúa í grunnskólum, einn í leikskólaliða og tveir í félagsliða.

Verkefnisstjórn


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]