Nýr vefur
Nýr vefur Austurbrúar leit dagsins ljós í október en sá gamli var orðinn barn síns tíma. Markmiðin með nýjum vef voru mörg en heilt yfir var áherslan á að veita betri upplýsingar um starf Austurbrúar, þjónustu og hlutverk. Við þessa uppfærslu rann vefur SSA saman við vef Austurbrúar. Nokkrar nýungar fylgdu vefnum, s.s. netspjall.
Austurland hlaðvarp
Á árinu hleypti Austurbrú af stokkunum hlaðvarpi sem bar heitið Austurland hlaðvarp með það að markmiði að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar í því ástandi sem geisaði í heimsfaraldrinum. Gerðir voru 16 þættir á árinu sem aðgengilegir eru á streymisveitunni Spotify. Í þáttunum var fjallað um atvinnuþróun, menningu, menntun og ýmis önnur samfélagsmál.
Morgunfundir ferðaþjónustunnar
Austurbrú stóð fyrir röð morgunfunda með ferðaþjónstuaðilum sem stóðu frammi fyrir miklum áskorunum á árinu. Haldnir voru sex fundir að vori þar sem fjallað var um áhrif heimsfaraldursins í víðu samhengi. Þá var haldinn rafrænn haustfundur þar sem áherslan var á lærdóm sumarsins og hvað fyrirtæki gætu tekið með sér inn næsta sumar.