Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 8. maí 2012, vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin stuðlar að og ýtir undir þróun samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs á Austurlandi. Austurbrú er fyrsta stofnun sinnar tegundar á Íslandi. Markmiðið með henni er að einfalda stjórnsýslu, vera vettvangur fyrir samstarf og samþættingu og vinna metnaðarfullt starf, íbúum Austurlands til hagsbóta.
Vinnustaðurinn
Hjá Austurbrú starfa að jafnaði um 28 verkefnastjórar í fullu starfi (27 stöðugildi) á 7 starfsstöðvum um allt Austurland.
Unnið var að fjölmörgum verkefnum á árinu sem kynnt eru í þessu ársriti þó svo að ekki sé um tæmandi upptalningu þar að ræða. Ný verkefni bættust við og öðrum var lokið.
Ársfundur
Ársfundur Austurbrúar var haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 3. júní 2021.
Fram eftir vori var óljóst hvort fundurinn yrði haldinn í fjarfundi en sem betur fer tókst að halda fundinn með „eðlilegum“ hætti. Dagskráin var hefðbundinn en fram kom m.a. að rekstrarniðurstaða síðasta árs hefði verið jákvæð um tæpar 24 milljónir króna. Þá var umræða um menntamál í landshlutanum fyrirferðarmikil og tóku rektorar HA og HR báðir þátt í umræðum.
Kynningar- og upplýsingamál
Eitt hlutverka Austurbrúar er að fræða og upplýsa. Árið litaðist, eins og árið á undan, að mörgu leyti af þeim skorðum sem heimsfaraldur Covid-19 setti starfseminni. Sum kynningarverkefni tóku mið af þessu óvænta árferði. Austurbrú hélt t.a.m. áfram úti hlaðvarpinu Austurland hlaðvarp með það að markmiði að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar og stóð fyrir röð morgunfunda með ferðaþjónstuaðilum sem mættu áframhaldandi áskorunum á árinu vegna heimsfaraldursins. Þrátt fyrir faraldurinn tók Austurbrú á móti nokkrum erlendum blaðamönnum á árinu sem komu til að kynna sér landshlutann. Helstu fréttir af starfsemi Austurbrúar má lesa á vef stofnunarinnar og samfélagsmiðlum.
Gæðamál og vottanir
Hjá Austurbrú er áhersla lögð á gæði í allri starfsemi og starfar gæðanefnd innan stofnunarinnar. Gæðastefna Austurbrúar byggir á hlutverki, gildum og meginmarkmiðum stofnunarinnar. Austurbrú hefur hlotið jafnlaunavottun og gæðavottun í fullorðinsfræðslu.
NánarStjórn og nefndir
Stjórn
Af vettvangi sveitarstjórnarmála:
Einar Már Sigurðarson, formaður
Pálína Margeirsdóttir
Gauti Jóhannesson
Hildur Þórisdóttir
Sigríður Bragadóttir
Jóhann F. Þórhallsson, áheyrnarfulltrúi
Af vettvangi atvinnulífs, menntunar og menningar:
Þráinn Lárusson
Sæunn Stefánsdóttir
Starfsháttanefnd
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Skúli Björn Gunnarsson
Gunnar Jónsson
Fagráð
Þráinn Lárusson, formaður
Sæunn Stefánsdóttir, varaformaður
Sindri Karl Sigurðsson
Hlín Pétursdóttir Behrens
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Siðanefnd
Gunnlaugur Sverrisson
Ólöf Margrét Snorradóttir
Aðalheiður Árnadóttir