Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 8. maí 2012, sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og varð því tíu ára á árinu 2022. Hún vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Markmiðið með henni er að einfalda stjórnsýslu, vera vettvangur fyrir samstarf og samþættingu og vinna metnaðarfullt starf, íbúum Austurlands til hagsbóta.
Vinnustaðurinn
Hjá Austurbrú starfa að jafnaði um 26 verkefnastjórar í fullu starfi (í 23,8 stöðugildum) á 7 starfsstöðvum um allt Austurland.
Unnið var að fjölmörgum verkefnum á árinu sem kynnt eru í þessu ársriti þó svo að ekki sé um tæmandi upptalningu þar að ræða. Ný verkefni bættust við og öðrum var lokið.
Innri mál
Austurbrú starfar í fimm málaflokkum; byggðaþróun og atvinnumálum, fræðslumálum, rannsóknum og greiningu, málefnum SSA og innri rekstri eða innri málefnum stofnunarinnar. Fyrir málaflokkana setur Austurbrú sér starfsáætlun í því skyni að ná vel utan um markmið verkefnana. Hér má lesa nánar um þessa innri þætti starfseminnar og jafnlaunavottun stofnunarinnar sem endurnýjuð er árlega.
NánarÁrsfundur og afmæli
Kynningar- og upplýsingamál
Eitt hlutverka Austurbrúar er að fræða og upplýsa. Austurbrú hélt t.a.m. áfram úti hlaðvarpinu Austurland hlaðvarp með það að markmiði að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar…
Helstu fréttir af starfsemi Austurbrúar má lesa á vef stofnunarinnar og samfélagsmiðlum…
Gæðamál og vottanir
Hjá Austurbrú er áhersla lögð á gæði í allri starfsemi og starfar gæðanefnd innan stofnunarinnar. Gæðastefna Austurbrúar byggir á hlutverki, gildum og meginmarkmiðum stofnunarinnar. Austurbrú hefur hlotið jafnlaunavottun og gæðavottun í fullorðinsfræðslu.
NánarStjórn og nefndir
Stjórn og nefndir
Stjórn
Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir, varaformaður
Ragnar Sigurðsson
Helgi Hlynur Ásgrímsson
Axel Örn Sveinbjörnsson
Jóhann F. Þórhallsson
Þráinn Lárusson
Sæunn Stefánsdóttir
Starfsháttanefnd
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Skúli Björn Gunnarsson
Gunnar Jónsson
Fagráð
Þráinn Lárusson, formaður
Sæunn Stefánsdóttir, varaformaður
Sindri Karl Sigurðsson
Hlín Pétursdóttir Behrens
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Siðanefnd
Gunnlaugur Sverrisson
Ólöf Margrét Snorradóttir
Aðalheiður Árnadóttir