Eitt af viðameiri verkefnum náms- og starfsráðgjafa hjá Austurbrú er að sinna raunfærnimati. Náms- og starfsráðgjafar sinna bæði hlutverki ráðgjafa og verkefnastjóra í raunfærnimats verkefnum Austurbrúar. Markmið með raunfærnimati er að meta eða viðurkenna óformlegt nám og þekkingu sem fólk hefur aflað sér utan hins formlega skólakerfis. Tvær meginleiðir eru í raunfærnimati; raunfærnimat á móti námskrám (einkum í framhaldsskóla) og raunfærnimat á móti hæfniskröfum starfs (fer fram á vinnustaðnum). Íbúum Austurlands býðst að taka raunfærnimat í heimabyggð.

Á heimasíðu Austurbrúar birtist frétt þar sem m.a. var tekið viðtal við einn þátttakanda í raunfærnimati.   

 

Raunfærnimat á vegum Austurbrúar 

Raunfærnimat í þjónustugreinum var fjölmennasta raunfærnimatið þetta árið þar sem 17 raunfærnimöt voru framkvæmd, 10 í félagsliða, 4 í leikskólaliða og 3 í stuðningsfulltrúa en 3 einstaklingar tóku raunfærnimat í tveimur greinum.  Einn lauk raunfærnimati í fisktækni.  

Raunfærnimat í samstarfi við aðrar símenntunarstöðvar 

Austurbrú framkvæmir raunfærnimat í ýmsum greinum í samstarfi við aðrar símenntunarstöðvar. Í slíku samstarfi sér náms- og starfsráðgjafi að mestu um samskiptin við einstaklinginn og aðstoðar hann í öllu ferlinu, samstarfsstöðvarnar halda utan um sjálft raunfærnimatið og ráða matsaðila.  

Árið 2023 var samstarf við þrjár stöðvar. Þrír luku raunfærnimati frá Iðunni fræðslusetri, einn í matartækni og tveir í húsasmíði. Fimm einstaklingar luku raunfærnimati á sjúkraliðabraut í samstarfi við Framvegis, miðstöð símenntunar. Að lokum átti Austurbrú í samstarfi við Símey varðandi raunfærnimat á móti starfi sundlaugarvarðar og starfsmanns í íþróttahúsi. Starfsmenn í Fjarðabyggð fóru í gegnum raunfærnimatið og útskrifuðust með fagbréf.  

Viðtal: Karlotta lauk raunfærnimat hjá Austurbrú

Karlotta Kristín Árnadóttir býr á Egilsstöðum og fann sig í kennslu í leikskóla en hafði ekki tilskilda menntun. Hún fór í raunfærnimat hjá Austurbrú sem fleytti henni inn í fagháskólanám í leikskólafræði sem hún stundar af kappi í dag. Við ræddum við Karlottu og Hrönn Grímsdóttur, náms- og starfsráðgjafa hjá Austurbrú, sem fræddi okkur um raunfærnimat hjá Austurbrú

Nánar

Verkefnisstjórn


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]