Austurbrú hefur unnið í samvinnu við Umhverfisstofnun að gerð námsskrár fyrir leiðsögumenn með hreindýraveiðum. Stefnt hefur verið að því í nokkurn tíma að halda slíkt námskeið því það síðasta var haldið árið 2011. Á árinu var skrifað undir samkomulag um að Austurbrú taki að sér framkvæmd námskeiðsins og það verði haldið á Austurlandi vorið 2024. Unnið hefur verið að því að fínpússa umsóknarferlið og námsfyrirkomulagið sem verður hvoru tveggja fjarnám og staðnám. Ýmis mál hafa komið upp og óvænt atvik sem hefur þurft að leysa og hefur tekið sinn tíma. Í lok árs var opnað fyrir umsóknir í námið sem mun fara fram á vormánuðum 2024. Umhverfisstofnun sér um móttöku umsókna og mat á umsóknum en aðeins þrjátíu nemar eiga kost á að sitja það.