Aukið atvinnuleysi vegna Covid-19 varð til þess að þróunar- og símenntunarsjóðirnir Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt buðu upp á fulla fjármögnun námskeiða á vefnámskeiðum frá miðjum mars. Þó nokkur námskeið voru haldin árið 2020 sem féllu undir þetta:

  • Vefvinnustofur um mat og matarupplifanir í samvinnu við Matarauð Austurlands og Áfangastaðinn Austurland
    • Straumar og stefnur í eldhúsinu
    • Árstíðabundnir matseðlar
    • Sjálfbærni í matvælaframleiðslu og lífræn ræktun
    • Svæðisbundið hráefni á veitingastað
    • Upplifun – vakning í matarnýsköpun og matarhönnun
  • Umsóknarskrif í Rannís – helstu trix, tækni og aðferðir
  • Ræktaðu þitt eigið grænmeti
  • Lifðu betur
  • Gítarnámskeið á netinu
  • Forræktun mat- og kryddjurta
  • Á eigin skinni
  • Markaðsetning á netinu
  • Lean – skipulag í starfi og frítíma

Austurbrú sá um námskeiðshald fyrir Vinnumálastofnun árið 2020. Haldin voru eftirtalin námskeið:

  • Taktu stjórnina – vefnámskeið
  • Gerð ferilskrár og áhugasvið – vefnámskeið
  • Aukið sjálfstraust – námskeið kennt á pólsku

Mjög mikil ánægja var með námskeiðið sem kennt var á pólsku og voru þátttakendur ánægðir með að fá tækifæri til að taka þátt í námskeiði á sínu tungumáli.

Verkefnisstjórn


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]