Styrkir á grunni byggðaáætlunar
Á árinu 2020 fékk Austurbrú styrki til rannsóknaverkefna á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar; verkefni sem snúa að samgöngum og fjalla annars vegar um samflutning fólks og farms og hins vegar verkefni sem snýr að deilibílahagkerfinu. Bæði þessi verkefni eru i vinnslu og verða niðurstöður þeirra kynntar á haustmánuðum 2021. Einnig fékk Austurbrú styrk til að greina og kortleggja safnastarf á Austurlandi m.a. í þeim tilgangi að skoða grundvöll fyrir samstarfi safna og hlutverki ábyrgðarsafna.
Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar
Austurbrú fékk ennfremur styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til að kanna viðhorf til samgöngubóta á Austurlandi og samgöngur innan svæðis hvað varðar þjónustusókn. Niðurstöður þeirrar rannsóknar eru í vinnslu og voru kynntar á árinu 2021.
Greiningarverkefni
Austurbrú hefur einnig unnið að fjölmörgum smærri greiningarverkefnum s.s. í tengslum við markaðssvið og áfangastaðaáætlun Austurlands, fyrir verkefnin Betri Borgarfjörður og Fögur framtíð í Fljótsdal og sinnt framkvæmd starfsánægjukannana fyrir fyrirtæki á Austurlandi.