Aðalfundur
Þann 23. júní 2020 var 54. aðalfundur SSA var haldinn í Egilsbúð í Neskaupstað. Á fundinum var stjórnarkjöri frestað til haustþings SSA sem haldið var 9. október 2020. Var það gert á grunni ákvæðis í samþykktum um að á kosningarári skuli stjórnarkjöri frestað til haustþings. Á aðalfundi voru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem gerðar voru töluverðar breytingar á samþykktum SSA með það að markmiði að einfalda þær, uppfæra í takt við þróun starfsins undanfarin ár ásamt því að undirbúa sameiningu fögurra sveitarfélaga á starfssvæði SSA. Eftir sameiningu eru sveitarfélögin á starfssvæði SSA fjögur; Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Múlaþing og Vopnafjarðarhreppur.
Að aðalfundinum loknum stóð Austurbrú fyrir málþingi um innflytjendamál á Austurlandi undir yfirskriftinni Er Austurland fjölmenningarsamfélag?
Haustþing
Haustþing SSA var haldið við sérstakar aðstæður 9. október 2020 en vegna heimsfaraldurs var þingið haldið í fjarfundi. Dagskrá var þó nokkuð hefðbundin og hægt var að afgreiða alla fasta liði að venju. Þingið sátu 24 fulltrúar þeirra fjögurra sveitarfélaga sem nú tilheyra Austurlandi, auk embættismanna og starfsmanna Austurbrúar sem höfðu umsjón með fundi. Á fundinum voru samþykktar tillögur um breytt kjör stjórnarmanna og skipuð var ný stjórn 2020-2022. Var um fyrsta stjórnarkjör að ræða eftir að samþykktum var breytt á aðalfundi 23. júní 2020. Skv. samþykktum getur það sveitarfélag sem ekki á stjórnarmann tilnefnt áheyrnarfulltrúa sem hefur seturétt á stjórnarfundum. Tilnefndi Fljótsdalshreppur áheyrnarfulltrúa sem situr fundi stjórnar SSA og Austurbrúar. Á fyrsta fundi stjórnar var Einar Már Sigurðarson kjörinn formaður og Gauti Jóhannesson varaformaður.
Stjórn SSA
Aðalmenn:
Einar Már Sigurðarson, formaður
Pálína Margeirsdóttir
Gauti Jóhannesson
Hildur Þórisdóttir
Sigríður Bragadóttir
Varamenn:
Eydís Ásbjörnsdóttir
Jón Björn Hákonarson
Berglind Harpa Svavarsdóttir
Stefán Bogi Sveinsson
Íris Grímsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Jóhann F. Þórhallsson (aðalm.)
Lárus Heiðarsson (varam.)
Starfsemi SSA
Starfsemi SSA er margþætt og má þar nefna umsagnir um frumvörp sem lögð eru fram á Alþingi og eftirfylgni með áherslum stjórnvalda til framþróunar á Austurlandi. SSA vinnur einnig að sóknaráætlun landshlutans, þróun svæðisskipulags og almenningssamgangna, á í samskiptum við önnur landshlutasamtök, þingmenn kjördæmisins, starfsmenn Stjórnarráðsins, sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga á starfssvæði SSA og íbúa Austurlands. Að auki skipar SSA í ýmsa starfshópa og nefndir.
NánarMenningarverðlaun SSA
Aðalheiður Borgþórsdóttir frá Seyðisfirði hlaut menningarverðlaun SSA sem tilkynnt var um á haustþinginu. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar.
NánarSóknaráætlun Austurlands
Sóknaráætlun Austurlands byggir á samningi SSA við mennta- og menningarmálaráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið. Samningurinn gildir til fimm ára í senn, núverandi samningur frá 2020 til 2024 og er það þriðja tímabil samnings um sóknaráætlun landshluta. Á haustmánuðum 2020 var fyrsta yfirferð nýrrar sóknaráætlunar og voru gerðar nokkrar breytingar á markmiðum áætlunarinnar.
Nánar