Austurbrú var þátttakandi í verkefninu Life & Health, health promoting communities eða Líf og heilsa í heilsueflandi samfélögum á árinu 2020. Verkefnið, styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins, var til tveggja ára og hefur það markmið að stuðla að heilsueflingu fullorðinna með fræðslu og vitundarvakningu.

Þátttakendur, auk Austurbrúar, voru SÍBS frá Íslandi sem stýrði verkefninu, LHL í Noregi og Cesie á Ítalíu. Byggt var á forvarnaverkefninu SÍBS Líf og heilsa sem SÍBS hefur unnið í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög um allt land þar sem almenningi býðst ókeypis heilsufarsmæling og þátttaka í spurningakönnun um heilsufar, líðan og lifnaðarhætti. Jafnframt vann SÍBS, í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Austurbrú, námskrána Líf og heilsa, lífsstílsþjálfun sem meta má til eininga innan framhaldsskólakerfisins. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Verkefnisstjórn


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]