Þjónusta við háskólanemendur var með svipuðu sniði árið 2020 og verið hefur undnafarin ár og nýttist mörgum nemendum. Nokkrir tugir nemenda hafa að staðaldri námaðstöðu á starfsstöðvum Austurbrúar, yfir veturinn, þar sem þeir læra, hlusta saman á fyrirlestra, leysa verkefni og undirbúa sig fyrir próf og verkefnaskil.

Margir fá leiðbeiningar og aðstoð varðandi nám, s.s. námstækni, skipulag verkefna og ráðgjöf vegna prófkvíða. Á árinu 2020 var jafnvel meira en venjulega um að nemendur nýttu námsaðstöðu hjá Austurbrú þar sem sóttvarnarreglur urðu til þess að margir sem annars hefðu verið í staðnámi voru með allt sitt nám í fjarnámi.

Á vorönn 2020 tóku 84 nemendur 113 próf og á hautstönninni tóku 95 einstaklingar um 160 próf. Þetta er er mikil fækkun frá fyrri árum þegar próftökur hafa verið um og yfir 800 á ári. Langflestir þeirra sem nýta prófaþjónustuna eru fjarnemar frá háskólum en einnig eru nokkrir háskólanemar sem eru í staðnámi í háskólum landsins en nýta sér að taka próf í heimabyggð t.d. sjúkra- og upptökupróf. Nokkuð er einnig um aðrar próftökur svo sem vegna umsókna um ríkisborgararétt, prófa til inntöku í sumar greinar háskólanáms eða réttindaprófa af ýmsu tagi. Af þeim sem tóku próf voru tæp 30% karlar. Af einstökum skólum voru flestar próftökur frá Háskólanum á Akureyri og næstflestar frá háskóla Íslands.

Verkefnisstjórn


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]