Samstarfseiningar við Iðuna
Alls luku fjórir raunfærnimati árið 2020 en tveir aðrir hófu ferlið en luku því ekki sökum anna. Tveir luku mati í vélstjórn og þrír í matartækni. Náms- og starfsráðgjafi sá þá að stærstum hluta um samskipti við nemendurna; upplýsti þá um fyrirkomulag, aðstoðaði við að fá þau gögn sem þarf til að viðkomandi yrði samþykktur inn í matið, aðstoðaði við að fylla út sjálfsmatslista og almenna skráningu, fann tímasetningu fyrir matið í samráði við Iðuna, sá um allar tengingar i matinu, útvegaði aðstöðu og var stuðningsaðili í sjálfu matinu. Matssamtalið sjálft fór í öllum tilfellum fram í gegnum fjarfund og þurftu því nemendurnir aldrei að ferðast til Reykjavíkur í ferlinu. Iðan sér um matsaðilann í þessu ferli.
Viska
Einn nemandi tók raunfærnimat í skipstjórn í samstarfi við Visku í Vestamannaeyjum. Það samstarf og mat fór fram með sama hætti og hjá Iðunni.
Fisktæknibraut
Raunfærnimat á fisktæknibraut fór fram á vegum Austurbrúar á árinu. Undirbúningur hófst í lok árs 2019 með auglýsingum og heimsóknum í fyrirtæki. Þátttakendum var safnað og þeir upplýstir um ferlið í raunfærnimatinu. Raunfærnimatið fór fram árið 2020. Tólf luku mati í fyrstu umferð og voru þátttakendur frá Loðnuvinnslunni og Eskju. Sótt var um viðbótarkvóta og luku fjórir til viðbótar mati í lok árs, þar sem þátttakendur komu úr ólíkum áttum.