Óvenjulegt og erfitt ár
Óhætt er að segja að heimsfaraldurinn hafði talsverð áhrif á verkefni innan miðstöðvar menningarfræða og ber þar hæst að nefna breyttar rekstrarforsendur Tækniminjasafnsins, Tónleikaraðar Bláu kirkjunnar sem og hjá Skaftfelli og aurskriðurnar í desember höfðu gríðarleg áhrif á Seyðisfirði m.a. á Tækniminjasafnið og Skaftfell. Það var ljóst var að verkefnin árið 2021 yrðu krefjandi.
Tækniminjasafn Austurlands
Helstu verkefni er tengjast Tækniminjasafninu á árinu voru almenn aðstoð við safnstjórna þar með talið gerð umsókna í ýmsa sjóði, vinna við að skýra eignarhald og tryggingarmál tengd húsnæðum safnsins, klára eignardómsstefnu til að tryggja safninu eignarhald á Skipasmíðastöðinni. Byrjað var að endurskoða heildstætt faglegan og rekstrarlegan grundvöll safnsins. Stofnaður var vinnuhópur sem er safnstjóra til leiðbeiningar og aðhalds við að greina núverandi stöðu, greina þarfir og áherslur vegna faglegs starfs og reksturs safnsins. Unnið var hörðum höndum að því að fá styrk til að meta ástand og stöðu húsa safnsins og fékk safnið stóran styrk frá fjárlaganefnd nokkrum dögum áður en skriðan féll á Seyðisfirði og tók með sé hús safnsins.
Tónleikaröð Bláu kirkjunnar
Á vordögum 2020 var ljóst að heimsfaraldurinn myndi setja strik í reikninginn varðandi tónleikahald og að mun færri ferðamenn yrðu á Seyðisfirði um sumarið. Farið var í endurskoðun á vali tónlistarfólks og endurskoðun á fjölda tónleika. Eftir þá endurskoðun má segja að framgangur verkefnisins hafi verið með þeim hætti sem lagt var upp með. Eina breytingin var sú að horft var meira til þess að fá innlenda listamenn og sérstaklega heimafólk. Tónleikum var fækkað út 6 niður í 4 og reiknað var með umtalsvert minni tekjum. Teknar voru myndir af tvennum tónleikum sem hægt verður að nota til markaðssetningar í framtíðinni.
Húsasaga Seyðisfjarðar endurútgefin
Húsasaga Seyðisfjarðar, í ritstjórn Þóru Guðmundsdóttir, var uppfærð og endurútgefin á árinu í tilefni 125 ára kaupstaðarafmælis staðarins sem er verkefni sem hafði verið í vinnslu um nokkurt skeið. Það var mikið fagnaðarefni og viðtökur góðar.