Ársrit Ársrit
Til baka á aðalsíðu
Ársrit 2021

Þjónusta

Ársrit 2021
  • Inngangur
  • Þekking
  • Þróun
  • Þjónusta
  • Um Austurbrú
  • SSA
  • Ársreikningar

Háskólaþjónusta

Austurbrú veitir þjónustu vegna háskólanáms til nemenda í fjarnámi samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið og til háskólanna vegna nemenda á Austurlandi. Þjónustan felst í að veita nemendum möguleika á námsaðstöðu, hafa viðurkennda próftökuaðstöðu og umsýslu og veita nemendum ráðgjöf, bæði varðandi nám og samskipti við skóla. Nemendur leita einnig gjarnan til Austurbrúar varðandi prófkvíða, námstækni og vegna samsetningar námsferils.

Nánar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf er mjög mikilvæg fyrir fólk með litla eða enga menntun, ekki síst á landsbyggðinni þar sem menntunarstigið er almennt lægra en á höfuðborgarsvæðinu og minna um námsframboð. Náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna hefur verið sinnt á Austurlandi á vegum Austurbrúar og með samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Nánar
Skrifstofunám

Raunfærnimat

Eitt af viðameiri verkefnum náms- og starfsráðgjafa hjá Austurbrú er að sinna raunfærnimati. Markmið með raunfærnimati er að meta óformlegt nám til eininga og staðfesta hæfni einstaklinga. Íbúum Austurlands býðst að taka raunfærnimat í heimabyggð.

Nánar
Júlíus Geir Jónsson, Iryna Boiko, fiskverkun Kalla Sveins, sjávarútvegur, fiskvinnsla, Borgarfjörður eystri. Ljósmynd: Jessica Auer.

Fræðsluráðgjöf

Austurbrú veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um símenntun stafsmanna og getur unnið með þeim að ýmsum menntaverkefnum. Við gerð fræðsluáætlana er notast við verkfærið Fræðslustjóri að láni sem unnið er í samstarfi við starfsmenntasjóði og kostað af þeim að mestu. Fræðsluþarfir eru greindar út frá sjónarhóli starfsmanna og stjórnenda og áætlun byggð á greiningunni sem að mestu er kostuð af starfsmenntasjóðum. Fyrirtækið getur síðan  framfylgt henni sjálft eða falið Austurbrú það. Fyrirtæki og stofnanir geta samið við Austurbrú um undirbúning og framkvæmd námskeiða sem ákveðið hefur verið að halda fyrir starfsmenn. Starfsfólk Austurbrúar hefur mikla reynslu af skipulagningu námskeiða, gæðamati og hefur víðtækt tengslanet við menntatofnir, aðra fræðsluaðila og kennara.

 

Verkefnisstjórn


Úrsúla Manda Ármannsdóttir

864 4231 // [email protected]

Nýsköpun og atvinnuþróun

Á ári hverju taka atvinnuþróunarráðgjafar Austurbrúar fjölda viðtala og veita þjónustu er snýr m.a. að fjármögnunarmöguleikum, áætlanagerð og markaðssetningu. Tilgangurinn er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum á Austurlandi.

Skógrækt atvinnulíf Hallormsstaður

Ráðgjöf við fjármögnun

Austurbrú hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Austurlands og veitir ráðgjöf og aðra aðstoð honum tengda, stendur m.a. fyrir vinnustofum árlega þar sem umsækjendur fá leiðsögn í gerð góðra umsókna. Atvinnuþróunarráðgjafar okkar leitast við að fylgjast með öðrum fjármögnunarkostum og veita ráðgjöf við gerð umsókna í fleiri sjóði, t.d. Nýsköpunarsjóð námsmanna, Matvælasjóð Íslands og sjóði á vegum Byggðastofnunar.

Ráðgjöf vegna menningar- starfsemi

Innan Austurbrúar er mikil reynsla þegar kemur að ráðgjöf við listafólk. Líkt og í öðrum atvinnugreinum skapaðist mikil óvissa á árinu vegna heimsfaraldurs og veitti Austurbrú fjölmörg viðtöl og ráðgjöf til að takast á við breyttan veruleika.

Verkefnisstjórn


Signý Ormarsdóttir

864 4958 // [email protected]

Skriðuklaustur, safn, fljótsdalur, fljótsdalshreppur. menning. Ljósmynd: Jessica Auer.
Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39e,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • ÍST 85
  • facebook
  • Senda ábendingu
  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]