Verkefnið Fögur framtíð í Fljótsdal fór af stað haustið 2019 og var skilgreint til ársloka 2022 með samningi Fljótsdalshrepps við Austurbrú. Þetta var því síðasta ár verkefnisins eins og það var skilgreint. Verkefnastjóri kom að því að skipuleggja viðburði, veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum aðstoð við ýmis verkefni, aðstoða við þróu og mótun verkefna og rýna styrkumsóknir, auk þess að vera starfsmaður Samfélagssjóðs Fljótsdals sem vistaður er hjá Austurbrú.

Framtíðarsýn og markmið verkefnisins Fögur framtíð í Fljótsdal voru í upphafi sett fram í fjórum meginmarkmiðum og hefur sú áhersla lítið breyst milli ára, þ.e. skapandi og samheldinn mannauður, sjálfbær landbúnaður og nýting náttúruauðlinda, góð búsetuskilyrði og öflugir innviðir, einstök náttúra og saga.

Verkefnisstjóri


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]