Um áramótin 2023 tóku formlega gildi nokkuð umfangsmiklar breytingar á lögum sem varða meðhöndlun úrgangs, flokkun og endurvinnslu. Markmið laganna er að vinna að innleiðingu hringrásarhagkerfis og stuðla að sjálfbærri auðlindanotkun.
Verkefnið er að megninu til unnið fyrir styrk frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og tengist einnig vinnu við gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland en sveitarfélögin á Austurlandi ákváðu á árinu að vinna sameiginlega svæðisáætlun sem ætlað er að gilda til 12 ára. Vinna við áætlunina hófst á haustmánuðum og stendur enn yfir.
Unnið er að stefnu varðandi úrgangsmál vegna svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Því fylgja ýmsar breytingar því þarf að leggja mat á núverandi stöðu úrgangsmála og hvernig megi aðlagast hratt og vel þeim breytingum sem að fram undan eru við innleiðingu á hringrásarhagkerfi. Í því samhengi var lögð fyrir rafræn íbúakönnun um viðhorf til úrgangsmála og flokkunar í byrjun desember. Svörun og dreifing svara var ágæt, en alls bárust 380 svör.