Pistill yfirverkefnastjóra
„Við leggjum áherslu á að rannsóknum á Austurlandi sé sinnt og höfum frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum, bæði stórum og smáum, sem byggja á sérstöðu landshlutans í náttúrufari, atvinnulífi og menningu.“
Lesa pistilStyrktar rannsóknir
Austurbrú tekur þátt í samkeppnisumhverfi rannsókna og greiningarverkefna og sækir árlega um styrki til hinna ýmsu verkefna sem við teljum að séu Austurlandi til gagns. Einnig er reglulega leitað til Austurbrúar um samstarf og þátttöku í rannsóknar og greiningarverkefnum innanlands og erlendis. Undanfarin ár hafa þessi verkefni vaxið að umfangi og starfsmönnum í málaflokknum fjölgað.
Einstök verkefni:
Seigla á Seyðisfirði
Loftbrú
Farveitur
Fólk og farmur
Hringrásarhagkerfið: Úrgangsmál
Evrópuverkefni
NORA-verkefni
Samgönguúrbætur
Rannsóknir og greiningar
Austurbrú vinnur að hagsmunamálum Austurlands og hefur nú fengið Svæðisskipulag Austurlands sér til leiðsagnar sem auðveldar ýmsa stefnumótun og áætlanagerð auk þess sem skýrara verður hvar þarf að safna gögnum til greiningar og kortlagningar fyrir hin ýmsu verkefni sem tengjast þvert á alla málaflokka Austurbrúar og málefnasvið Svæðisskipulagsins. Á árinu hófst vinna við gerð mælaborðs Austurlands sem verður upplýsingatorg með helstu tölfræði sem varðar landshlutann. Einnig var gerð rannsókn um ástæður brottflunings kvenna frá Austurlandi.
Greiningarþjónusta
Austurbrú tekur að sér greiningarverkefni fyrir fjölmarga aðila. Árið 2022 sá Rannsóknarteymi Austurbrúar um starfsánægju- og þjónustukannanir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Teymið hefur lagt nokkra vinnu í markaðssetningu í þessari þjónustu og hefur það skilað sér í fjölbreyttum verkefnum. Einnig sjá starfsmenn rannsókna og greiningarteymis um ýmsa þverfaglega greiningarvinnu innan Austurbrúar. Á árinu var unnið að verkefninu Úthérað: Ein sveit – okkar sveit.
Sjálfbærniverkefnið
Austurbrú hefur haldið utan um Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar frá árinu 2013. Verkefninu var komið á til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi.
Nánar