Verkefnið gekk samkvæmt áætlun. Auglýst var eftir flytjendum í júlí 2022. Stjórn Sumartónleikaraðarinnar hittist á fundi í desember til að velja flytjendur og verkefnastjóri Austurbrúar gekk frá ráðningum í byrjun árs 2023. Haldnir voru fimm tónleikar en fram komu árið 2023: Blood Harmony, Guðrið Hansdóttir, The Hevreh Ensemble, Íslenski saxófónkvartettinn, Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson. Að jafnaði mættu um fimmtíu manns á hvern viðburð og að venju voru erlendir ferðamenn stór hluti gesta. Tvennir tónleikar voru haldnir á hjúkrunardeildinni á Seyðisfirði. Auglýst var eftir listafólki fyrir árið 2024 í ágúst 2023 og flytjendur voru valdir í desember.
Verkefnisstjórn

Jón Knútur Ásmundsson