Frumkvæðissjóður
Árið 2023 er fyrsta heila árið sem Stöðvarfjörður tekur þátt í Brothættum byggðum. Íbúar hafa tekið virkan þátt, eins og sést á fjölda umsókna sem bárust í Frumkvæðissjóðinn í ár en 32 umsóknir bárust og 17 verkefni hlutu styrk að þessu sinni. Verkefnin eru fjölbreytt og eiga sterkan samhljóm í verkefnisáætlun Sterks Stöðvarfjarðar.
Kaffibrennslan Kvörn heldur áfram vexti sínum og er mikill áhugi á fyrirtækinu. Tvö ný fyrirtæki voru stofnuð á Stöðvarfirði á árinu. Smíðafyrirtækið Steðjistf ehf og Brauðdagar sem sérhæfir sig í heimsendingum á súrdeigsbrauðum og öðru brauðmeti hóf framleiðslu sína í haust. Hugmyndin um iðnaðareldhús í Sköpunarmiðstöðinni er á mikilli siglingu. Verkefnisstjóri, með reynslu við að setja upp framleiðslueldhús, var fengin til að hafa yfirumsjón með verkefninu og hafa betri yfirsýn yfir verkþætti og forgangsröðun þeirra.
Sumarið fór í göngustígagerð en þrír nýir göngustígar voru gerðir í nágrenni Stöðvarfjarðar. Bæjarhátíðin Støð í Stöð var haldinn í sumar eftir nokkurra ára hlé. Hjónaball Stöðvarfjarðar var endurvakið í ár og þóttist takast vel.
Íbúar Stöðvarfjarðar eru svo sannarlega drifkrafturinn í þessu verkefni. Fólk hefur verið duglegt að mæta á fundi, taka þátt í samræðum, koma með athugasemdir og hugmyndir. Samheldnin er mikil og íbúar vilja sjá Stöðvarfjörð vaxa og dafna.