Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rannís) heldur utanum Erasmus+ sjóð sem veitir íslenskum stofnunum og fyrirtækjum fjölmörg tækifæri er starfa á sviðið fullorðinsfræðslu. Mögulegt er að sækja um styrki í verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun í fullorðinsfræðslu og í námsferðir og þjálfun starfsfólks og nemenda til annarra Evrópulanda. Boðið er uppá að sækja um aðilda að sjóðnum til að til að einfalda umsýslu verkefna. Sótt var um slíka aðild fyrir Austurbrú á vormánuðum. Aðildin staðfestir að viðkomandi stofnun hafi sýnt fram á vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf sem hluta af framtíðarstefnu sinni og reglulegri starfsemi. Aðildin gildir frá 2023-2027 og er fyrst og fremst ætluð til endurmenntunar starfsmanna Austurbrúar en samstarfsaðilar í verkefnum Austurbrúar geta í einstökum tilfellum notið góðs af. Samkvæmt áætluninni er stefnt á að um 15-18 aðilar geti nýtt sér stuðning Erasmus+ á hverju ári til að sækja sér náms- og þjálfunarverkefni. Einkum er horft til þess að teymi áhersluverkefna geti nýtt sér þessi tækifæri til náms- og þjálfunar.  

Á árinu fóru tveir einstaklingar út með stuðningi Erasmus+ til Danmerkur í tengslum við tungumálakennslu og aðlögun námsganga að Evrópska tungumálarammanum.