Starfsfólk Austurbrúar veitir fyrirtækjum ráðgjöf og stýrir verkefni sem kallast Fræðslustjóri að láni og er kostað af og unnið í samstarfi við starfsmenntasjóði. Verkefnið gengur út á að gerð er þarfagreining fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem fræðsluþörf starfsfólks er kortlögð með markvissum hætti. Niðurstöðurnar eru unnar og kynntar og út frá þeim er gerð fræðsluáætlun, gjarnan til tveggja ára.  Fyrirtækið getur framfylgt fræðsluáætluninni sjálft eða falið Austurbrú það.  

Austurbrú tekur sér undirbúning, framkvæmd og aðra umsýslu við námskeið sem vinnustaðir vilja bjóða starfsfólki sínu, óháð því hvort Austurbrú kemur að greiningu fræðsluþarfa á vinnustaðnum. Á árinu voru sem dæmi tæplega 250 starfsmenn ýmissa fyrirtækja og stofnana á Austurlandi sem tóku skyndihjálparnámskeið sem Austurbrú sá um að skipuleggja. 

Fræðslugreiningar og -áætlanir

Fræðsluáætlun er tæki sem getur nýst stofnunum og fyrirtækjum til að koma þjálfun og fræðslu í markvissan farveg. Þær geta þannig auðveldað stjórnendum að styðja við starfsþróun.  

  • Launafl – Í janúar 2024 lauk Austurbrú við gerð fræðsluáætlunar fyrir Launafl en þarfagreiningin hófst í lok árs 2023. Austurbrú heldur utan um framkvæmd fræðsluáætlunarinnar í samstarfi við Launafl.  
  • HSA – Í nóvember 2023 vann fræðsluteymi frá Austurbrú þarfagreiningu meðal starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA). Unnið var samkvæmt Markviss, sem er greiningaraðferð, þar sem þarfir varðandi fræðslu, þjálfun og aðra uppbyggingu starfsfólks eru rýndar. Þarfagreiningin náði til starfsfólks í þjónustudeildum, í aðhlynningu, heilsugæslu og sjúkraliða, alls um 292 einstaklinga. Afurð greiningarinnar er tveggja ára fræðsluáætlun fyrir starfsmenn sem Austurbrú mun fylgja eftir í samstarfi við HSA.  
  • SVN – Í desember var gerður þjónustusamningur 2023-2026 við Síldarvinnsluna (SVN). Markmið hans var að skilgreina aðkomu Austurbrúar er varðar sérhæfða þjónustu um menntun og fræðslu starfsmanna Síldarvinnslunnar í lífi og starfi. Á næstu mánuðum verður unnin þarfagreining, m.a. undir merkjum ,,Fræðslustjóra að láni”.  

Fræðsluteymi Austurbrúar vann að framkvæmd fræðsluáætlana fyrir eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir: 

  • Launafl  
  • Vopnafjarðarhreppur 
  • Stoðþjónusta Fjarðabyggðar 

Fræðsluáætlanir eru að jafnaði gerðar til tveggja ára. Þær eru samstarfsverkefni og því er reglulega farið yfir stöðu þeirra og framkvæmd. Áætlanirnar eru því ákveðinn ásetningur en með sveigjanleika gagnvart þeim þáttum sem upp geta komið hverju sinni.  

Verkefnisstjórn


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]


Úrsúla Manda Ármannsdóttir

864 4231 // [email protected]