Austurbrú hefur umsjón með námsskeiðum fyrir fullorðið fólk með fötlun á Austurlandi. Fjármögnun kemur frá Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð sem jafnframt sinnir ráðgjöf og stuðningi við fræðslustofnanir vegna náms og símenntunar fyrir fatlað fólk á Íslandi.
Árið 2023 voru haldin tólf námskeið. Reynt er að hafa námskeið af fjölbreyttum toga til gagns og gamans. Á vorönn voru námskeið í útivist, þá er farið í gönguferðir og endar námskeiðið á dagsferð, haldin smíðanámskeið, matreiðslunámskeið og Crossfit námskeið. Á haustönn var boðið upp á áframhald á útivist, framhald á smíðanámskeiði, bökunarnámskeið, snjalltækjanámskeið og áframhald á Crossfit námskeiði.
Verkefnisstjórn

Úrsúla Manda Ármannsdóttir