Ársrit Ársrit
Til baka á aðalsíðu
Ársrit 2023

Lengri námsleiðir

Ársrit 2023
  • Inngangur
  • Byggðaþróun og atvinna
  • Fræðsla
  • Rannsóknir og greiningar
  • Um Austurbrú
  • SSA
  • Ársreikningar

Stóriðjuskólinn

Eitt af stærri verkefnum Austurbrúar er Stóriðjuskólinn eða Nám í stóriðju samkvæmt námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námsbrautin er rekinn í samstarfi við Alcoa Fjarðaál. Námið skiptist í 400 klst grunnnám og 500 klst framhaldsnám.  

Í upphafi árs 2023 var byrjað með nýjan grunnhóp og mættu nemendur einu sinni í viku í skólann. Haustið 2023 var farið af stað með nýjan hóp í framhaldsnáminu og var ákveðið að prófa að hafa kennsluna í lotunámi, kenndar voru fjórar lotur á önninni þar sem hver lota innihélt 3 kennsludaga. Að auki var ein fjarnámslota. Skipulag þetta er hluti af lokaverkefni í grunnnámi hjá hóp sem útskrifaðist í desember 2022.  

Verkefnisstjórn


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]

Álver, Alcoa, Reyðarfjörður, iðnaður, stóriðja, atvinnulíf. Ljósmynd: Jessica Auer.

Stökkpallur

Eitt af föstum verkefnum hjá Austurbrú er námsleiðin Stökkpallur sem rekin í samstarfi við Starfsendurhæfingu Austurlands og fer kennslan fram hjá Starfsendurhæfingunni. Stökkpallur lýsir námi á 1. þrepi þar sem áhersla er lögð á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa námsmenn til atvinnuþátttöku í mismunandi starfsumhverfi og til áframhaldandi náms. Nemar vinna markvisst að eigin færniuppbyggingu með markmiðasetningu, þjálfun í samskiptum og tjáningu, auknu fjármálalæsi, skipulögðum vinnubrögðum við upplýsingaleit og aukinni hæfni til að taka þátt í námi og starfi. Markmið námsins er að auka starfshæfni nemenda og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika. Nemendur geta komið inn í námsleiðina á mismunandi tímum og útskifast þegar þeir hafa lokið öllum námþáttum. 

Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk

Í desember var farið af stað með grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk. Ákveðið var að hafa námskeiðið í gegnum kennsluumhverfið Learn Cove og var það unnið í samvinnu við Fisktækniskólann sem tók að sér kennslu allflestra námsþátta. Á þennan hátt geta nemendur farið í gegnum námið á sínum hraða. Einnig býður kerfið upp á tungumálastuðning þannig að einstaklingar með annað móðurmál en íslensku geta farið í gegnum námskeiðið á sínu tungumáli. 

Helga Björg Eiríksdóttir, Sporður Hf., fiskur, fiskvinnsla, atvinnulíf, mannlíf, Borgarfjörður eystri.

Líf og heilsa

Námsleiðin Líf og heilsa var kennd í samvinnu við Starfsendurhæfingu Austurlands. Fjallað er um heilbrigði á heildrænan hátt með áherslu á næringu, hreyfingu og andlegt heilbrigði. Góð eftirfylgni einkennir námsleiðina þar sem staðan er tekin reglulega. 

Verkefnisstjórn


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]

Félagsliðagátt

Nám í félagsliðagátt er sniðið að þörfum fólks sem starfar við umönnun fólks með fötlun, aldraðra, sjúkra eða við heimaþjónustu. Kenndir voru þeir námsþættir sem ekki eru í raunfærnimati í félagsliðanum. Námið er einingabært og við lok náms fá nemendur aðstoð til að ljúka félagsliðabraut og útskrifast þannig sem félagsliðar. Kenndir voru átta námsþættir sem skipt var niður á haustönn 2023 og vorönn 2024 en nemendur ljúka náminu í júní 2024. Námið er skipulagt sem fjarnám þar sem hver námsþáttur er kenndur í fimm vikur í einu.  

Uppleið

Uppleið er 40 klukkustunda nám ætlað þeim sem vilja læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi. Einn námshópur fór í gegnum námið að þessu sinni en það var allt kennt í beinu streymi á netinu og öll kennsla fór fram á pólsku.  

Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39e,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • ÍST 85
  • facebook
  • Senda ábendingu
  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]