Prófstaðir Austurbrúar eru sjö á Austurlandi. Próftakar hjá Austurbrú eru flestir háskólanemendur en árið 2023 sá Austurbrú m.a. einnig um fyrirlögn prófa fyrir Umhverfisstofnun í veiði- og skotvopnaprófum og vinnuvélaprófum. Framhaldsskólanemendur hafa tekið próf á þeim starfsstöðvum Austurbrúar þar sem ekki er framhaldsskóli en Austurbrú sér einnig um að leggja fyrir búsetuleyfispróf í íslensku fyrir útlendinga í samstarfi við Mími símenntun. Þá fer fyrirlögn ríkisborgaraprófa á Austurlandi fram á hverju vori í Vonarlandi á Egilsstöðum og hefur Austurbrú séð um þau  í samvinnu við Mími og Menntamálastofnun.  

Austurbrú heldur utan um og skráir fjölda prófa og próftaka. Á vorönn 2023 voru alls 178 próftakar sem tóku 330 próf hjá Austurbrú og á haustönn voru próftakarnir 179 talsins og prófin 393.  

Vorönn 2023

Staðir Fjöldi prófa Fjöldi próftaka
Borgarfjörður 5 2
Djúpivogur 16 11
Egilsstaðir 104 62
Neskaupstaður 37 27
Reyðarfjörður 148 67
Seyðisfjörður 11 4
Vopnafjörður 9 5

Haustönn 2023

Staðir Fjöldi prófa Fjöldi próftaka
Borgarfjörður 4 2
Djúpivogur 22 11
Egilsstaðir 115 52
Neskaupstaður 36 18
Reyðarfjörður 176 80
Seyðisfjörður 16 4
Vopnafjörður 24 12

Á árinu 2023 voru því tekin 723 próf á starfstöðvum Austurbrúar. Af þeim voru flest prófin tekin á Reyðarfirði eða um 45% allra prófa, 30% prófa voru tekin á Egilsstöðum, 10% í Neskaupstað, 5% á Djúpavogi og á Vopnafirði, 4% á Seyðisfirði og 1% á Borgarfirði Eystri. 

Hlutfall prófa eftir skólum árið 2023

Tæplega helmingur allra tekna próf tengdust Háskólanum á Akureyri og um þriðjungur próftaka á árinu 2023 (mynd 1). Þar á eftir voru um 17% tekna prófa og 21% próftaka sem komu frá Háskóla Íslands. Próf sem komu frá öðrum skólum eða stofnunum þ.m.t. umhverfisstofnun, vinnuvélaprófum og prófum er komu frá erlendum skólum voru alls 13% allra tekna prófa og hlutfall próftaka voru 21%. Hlutfall prófa sem komu frá framhaldsskólum reyndist vera 10% og hlutfall próftaka 12%. Þar á eftir kom Háskólinn í Reykjavík með alls 8% tekna prófa og hlutfall próftaka um 9%.  Færri komu frá Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands og öðrum fræðslustofnunum. 

Verkefnisstjórn

Prófstjórn


Jóhann Björn Sigurgeirsson

[email protected]