Austurbrú og Starfsendurhæfing Austurlands (StarfA) hafa átt mikið og farsælt samstarf. Samstarfið hefur verið rammað inn í samning. Helstu þættir samstarfsins eru eftirfarandi:   

Námsleiðin Stökkpallur

Stökkpallur er ein af námsleiðum Fræðslusjóðs atvinnulífsins (FRÆ) og er kennd á hverju ári hjá StarfA. Stökkpallur er 180 klukkustunda nám ætlað þeim sem horfið hafa frá námi eða vinnu. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika. Nemendur eru útskrifaðir 2x á ári úr námsleiðinni.

Stök námskeið

Starfsfólk Austurbrúar kennir ýmis námskeið fyrir StarfA, s.s. streitustjórnun, núvitund, betri hæfni til atvinnuþátttöku og myndlistasmiðju.

Náms- og starfsráðgjöf

Austurbrú býður þátttakendum StarfA upp á náms- og starfsráðgjöf þar sem ráðgjafi kemur á staðinn. Aðstoðað er með ýmsa þætti, s.s. áhugasvið, sjálfsstyrkingu, styrkleika, stöðu í námi, námsframboð, ferilskrá og ýmsa upplýsingaleit.

Raunfærnimat í almennri starfshæfni

Undirbúningur hófst árið 2023 og boðið verður uppá raunfærnimat árið 2024. Þar eru almennir hæfniþættir í starfi skoðaðir og einstaklingar meta sjálfa sig í fyrstu en fá svo samtal við matsaðila til að kortleggja hæfniþætti sína.

Raunfærnimat á móti námsleiðum framhaldsskóla

Einstaklingum sem uppfylla skilyrði raunfærnimats býðst að taka raunfærnimat hjá náms- og starfsráðgjafa Austurbrúar.

Verkefnisstjórn


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]