Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna ástæður brottflutnings kvenna af Austurlandi með það að markmiði að meta líkur á að þær snúi aftur. Auk þess var reynt að meta hvort tengsl við svæðið hefðu forspárgildi varðandi líkur á að snúa til baka. Spurt var um mat á ýmsum innviðum á þeim stöðum sem flutt var frá, atvinnutækifæri og svo líkurnar á því að flytja til baka. Bakgrunns og persónubundnir þættir eins og aldur, menntun og tengsl við staðinn sem flutt var frá, voru notuð til frekari greiningar.

Rannsóknarspurningin var Af hverju flytja ungar konur frá Austurlandi? Skipta tengsl við svæðið máli varðandi líkur á að snúa aftur?

Könnunin var gerð fyrst árið 2016 og síðan aftur árið 2021. Niðurstöður frá árinu 2016 sýna að konur sem voru fæddar og uppaldar á staðnum höfðu sterkustu tengslin og voru líklegastar til að flytja aftur á staðinn sem flutt var frá. Niðurstöður fyrir árið 2021 sýna að þær sem fluttu ungar á staðinn voru með sterkustu tengslin og mestu líkurnar á því að snúa aftur.

Nánari umfjöllun

Nánar

Verkefnisstjórn


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]