Austurbrú er samstarfsaðili í tveimur stórum Evrópu verkefnum sem eru styrkt af Horizon2020 rannsóknarsjóði. Vinnan hófst með kick-off fundum í október 2022 og stendur yfir næstu 2-4 ár.
Annað verkefnið heitir MEDiate og snýr að því að þróa kerfi sem styður við ákvarðanatöku fyrir áhættustjórnun sem tekur tillit til fjölþættra náttúruváratburða sem eru á einhvern hátt samhangandi. Verkefnið snýr ennfremur að miðlun upplýsinga. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Tilraunasvæðið á Íslandi fyrir það verkefni verður á Seyðisfirði en einnig eru svæði á Englandi, Frakklandi og á Spáni. Unnið hefur verið með Múlaþingi að þessu verkefni og er vinna við gagnaöflun til að smíða ákvarðanatökulíkan í vinnslu.
NánarHitt verkefnið kallast The HuT, The Human Tech Nexus. Áhersla verður lögð á samfélagið á Seyðisfirði en er það fyrsta tilraunasvæðið á Íslandi. Önnur tilraunasvæði eru til dæmis á Ítalíu, Austurríki, Þýskalandi og á Spáni. Á árinu var gagnaöflun á Seyðisfirði þar sem haldinn var íbúafundur um verkefnið, teknir rýnihópar og fyrirtæki heimsótt. Einnig var vinna hafin við gerð vefsíðu sem ætlað er að vera heildræn upplýsingagátt í umsjón Almannavarna þar sem upplýsingum til íbúa á náttúruvársvæðum verður miðlað á einum stað.
Nánar