Helstu verkefni SSA á árinu

Stór hluti af starfi SSA snýst um samstarf við fulltrúa stjórnvalda s.s. þingmenn kjördæmisins og kjörna fulltrúa á Austurlandi, önnur landshlutasamtök, Samband íslenskra sveitarfélaga og ýmsar aðrar stofnanir. Þetta er umfangsmikil vinna sem m.a. felst í þátttöku á málþingum, fundum og öðru en til einföldunar eru þetta helstu verkefni SSA á árinu:

Efnahagsgreining á Austurlandi

Eitt helsta verkefni ársins var efnhagsgreining á landshlutanum sem SSA lét ráðgjafafyrirtækið Analytica að vinna. Markmiðið var að varpa skýru ljósi á framlag Austurlands í rekstri þjóðarbúsins og setja í samhengi við innviðauppbyggingu í landshlutanum.

Heimsókn ríkisstjórnar Íslands

Ríkisstjórn Íslands heimsótti Austurland í ágúst og sá SSA um að taka á móti henni. Sambandið skipulagði heimsóknina í samvinnu við ríkisstjórnina og vann með sveitarfélögum að kynningum og erindum sem haldin voru á fundinum. Við þetta tækifær kynnti formaður SSA efnahagsgreiningu Austurlands.

Svæðisskipulag Austurlands 2022 – 2044

Svæðisskipulagið var tók gildi haustið 2022 og árið 2023 var því fyrsta eiginlega starfsár SSA eftir að það tók gildi.

Á árinu var opnaður vefur svæðisskipulagsins þar sem efnisinnihald þess er aðgengilegt og yfitlit yfir helstu verkefni sem unnin eru á starfssvæði þess til að ná fram markmiðum skipulagsins. Unnið var gerð síðunnar fyrri hluta ársins en var hún svo opnuð formlega á aðalfundi SSA.

Unnið var eftir framtíðarsýninni við gerð ályktana haustþings SSA, eins og getið er um annars staðar í ársritinu, og þeirrar aðgerðaráætlunar sem unnið var að á þinginu.

Starfsáætlun Austurbrúar, sem stjórnendur og starfsmenn stofnunarinnar unnu að á síðasta fjórðungi ársins, var unnin með hliðsjón af svæðisskipulaginu og stefnan innleitt í starfsemi og áherslur Austurbrúar á árinu 2024 líkt og raunar var gert haustið 2022 þegar unnið var að starfsáætlun ársins 2023.

Stjórn SSA hefur notað öll gefin tækifæri til að minna og vekja athygli á framtíðarsýn Austurlands, eins og hún er sett fram í skipulaginu, í ræðu og riti t.d. við gerð umsagna í nafni SSA, sem hluta af lykilskilaboðum SSA til ríkisstjórnar Íslands þegar hún heimsótti Austurland í ágúst, í nýársávarpi til Austfirðinga sem birtist í héraðsfréttamiðlinum Austurglugganum.

Það er áframhaldandi verkefni stjórnar SSA að vinna að framfylgd svæðisskipulagsnefndarinnar og ná fram breiðri þátttöku samfélagsins alls svo ná megi markmiðum þess.

Á árinu gerðu sveitarstjórnir á Austurlandi með sér samkomulag um skipan svæðisskipulagsnefndar en í henni sitja fulltrúar sveitarfélaganna í stjórn SSA. Svæðisskipulagið var unnið með formlegum hætti inn í endurnýjaða áfangastaðaáætlæun Austurlands sem og í starfsáætlun Austurbrúar fyrir árið 2023 og var sá háttur einnig hafður við mótun starfsáætlunar Austurbrúar fyrir 2024.

Byggðaáætlun

SSA fékk úthlutað fjármagni úr sjóði C1 í byggðaáætlun til að vinna að tveimur verkefnum. Annars vegar verkefni sem kallast Straumhvörf og er unnið er með samböndum sveitarfélaga á Norðvesturlandi og Norðurlandi auk Markaðstofu Norðurlands og hins vegar styrkti sjóðurinn verkefnið Vatnaskil sem unnið er á Austurlandi í samstarfi við Félag ungra bænda á Austurlandi og Búnaðarsambands Austurlands. Báðum þessum verkefnum er verkefnastýrt af Austurbrú.

Umsagnir

SSA sendir reglulega frá sér umsagnir um mál sem lögð eru fyrir Alþingi. Umsagnirnar eru unnar af framkvæmdastjóra SSA og verkefnastjórum Austurbrúar.

Samningur um sóknaráætlun Austurlands 2020-2024

Markmið samnings um sóknaráætlun er að stuðla að jákvæðri samfélags- og byggðaþróun í takt við heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls. Á árunum 2023-2024 hafa staðið yfir umræður og samráð á milli stjórnvalda og landshlutasamtaka um endurnýjaðar sóknaráætlanir en stjórn SSA vann á árinu að framkvæmd núgildandi samnings með rekstri og umsýslu Uppbyggingarsjóðs Austurlands og með áhersluverkefnum.

Uppbyggingarsjóður Austurlands

Unnið er að þessu markmiðum í fyrsta lagi með umsýslu umsýslu Uppbyggingarsjóðs Austurlands. Úthlutun fyrir árið 2023 fór fram á Eskifirði í desember 2022 og fyrir árið 2024 í Sláturhúsinu, Egilsstöðum, í desember 2023.

Áhersluverkefni

Til að ná fram markmiðum samningsins vinnur SSA að áhersluverkefnum sem endurspegla markmið sóknaráætlunar og styðja við framkvæmd hennar. Á árinu 2023 var unnið að eftirfarandi verkefnum sem sagt er betur frá í ársriti Austurbrúar.

Sýnileiki Austurlands Markmið verkefnisins er að uppfæra og tengja saman mismunandi verkfæri/kynningartæki fyrir landshlutann sem stuðlar að auknum sýnileika landshlutans og möguleikum fyrirtækja að koma sér á framfæri við neytendur. Betur er um þetta fjallað í verkefnum markaðsteymis en þetta felur m.a. í sér gerð á kynningarefni fyrir landshlutann, auglýsingaherferðir og fleira.

Þróunarverkefni á sviði menningar Markmiðið er að auka samvinnu við þróun menningarþátta sem og framkvæmd menningarviðburða sem ná yfir allan landshlutann og efla þannig samkennd og staðarstolt íbúa. Í nafni þessa verkefnis hefur Austurbrú unnið að barnamenningarhátíðinni BRAS, Dögum myrkurs og ýmsum öðrum menningarverkefnum.

Þróun þekkingarsamfélagsins Markmiðið er að efla þekkingu sem styður við stefnumörkun í byggða- og atvinnuþróunarmálum sem og efla tengsl og virkja mannauð fólks af erlendum uppruna til frekari samfélagsþátttöku. Í þessum tilgangi vinnur Austurbrú m.a. að smáforritinu LÍSU sem mun stórauka aðgengi innflytjenda að íslenskunámi.

Efling Egilsstaðaflugvallar Markmiðið er að efla starfsemi á Egilsstaðaflugvelli með opnun nýrrar gáttar fyrir millilandaflug og skapa aðstöðu fyrir fraktumsýslu og fraktflug með eldisafurðir. Að styrkja umgjörð flugvallarins svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem fyrsti varaflugvöllur í millilandaflugi. Starfsfólk Austurbrúar hefur sótt ferðakaupstefnur og vinnustofur erlendis sem og hér heima til að kynna áfangastaðinn, þróað markaðsefni, átt samtöl við flugfélög og á árinu var blásið til verkefnisins Straumhvarfa í samvinnu við Markaðsstofu Norðurlands, SSNE, SSNV sem miðar að því að auka framboð í ferðaþjónustu í tengslum við beint flug. Auk þess hefur Austurbrú unnið að verkefninu Invest in Austurland sem miðar að því að laða að aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Í tengslum við það  var haldin fundur á Egilsstöðum í maí þar sem fjárfesting í ferðaþjónustu á Austurlandi var helsta umræðuefnið.

Svæðisskipulag Austurlands Sjá umfjöllun ofar.

Matarauður Austurlands Tilgangur verkefnisins er að vinna að þróun og nýsköpun tengt Matarauði Austurlands. Á árinu var Matarmót Matarauðs Austurlands og Austfirskra krása haldið í þriðja sinn en það er stefnumót framleiðenda og kaupenda til að koma á tengslum og stofna til nýrra viðskiptasambanda og almenningi er jafnframt gefinn kostur að mæta og kynna sér austfirska matvælaframleiðslu. Við sama tækifæri var haldið málþing þar sem ýmsir sérfræðingar deildu reynslu sinni og þekkingu.