Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar, kynning á ársreikningi fyrir 2022 og á fjárhagsáætlunum fyrir árin 2023 og 2024.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ávarpaði þingið og fór m.a. yfir stefnu ríkisvaldsins í málefnum sveitarstjórnar- og byggðamála. Hann sagði að þrátt fyrir verðbólguskotið væru horfurnar góðar og ástæða til bjartsýni og hvatti hann til góðrar samvinnu ríkis og sveitarfélaga.

Þá kynnti Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar og SSA, nýjan vef Svæðisskipulags Austurlands 2022-2044. Þar er hægt að lesa skipulagsplaggið með aðgengilegum hætti og kynna sér verkefni á Austurlandi sem unnin eru á grunni framtíðarsýnarinnar.