Markaðssetning landshlutans
Markaðssetning Austurlands er unnin samkvæmt áfangastaðaáætlun landshlutans. Markmiðið er að kynna Austurland sem spennandi áfangastað fyrir gesti en ekki síður heimamenn.
Sýnileiki Austurlands
Ljósmynda og samskiptatungumál Austurlands er í stöðugri þróun og við viðhöldum sýnileika áfangastaðarins Austurlands með birtingum á samfélagsmiðlum og reglulegum kynningarherferðum.
Samfélagsmiðlar
Austurbrú rekur samfélagsmiðla undir merkjum Austurlands (á íslensku) og Visit East Iceland (á ensku). Á síðunum er dreift upplýsingum á ensku og íslensku um afþreyingu, áningastaði og fleira áhugavert á Austurlandi.
East.is
Ferðaþjónustuvefurinn East.is var í stöðugri uppfærslu á árinu 2017. Á síðunni má finna mikið af hagnýtum upplýsingum, s.s. um einstök ferðaþjónustufyrirtæki, veitingastaði, gistingu og afþreyingu en auk þess er rekið viðburðadagatal á vefnum sem tiltekur helstu menningarviðburði sem haldnir eru í fjórðungnum.
Austurland App
SparAustur-appið veitir notendum vildarkjör hjá veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðilum á Austurlandi, með það að markmiði að auka sýnileika fyrirtækja á Austurlandi og koma réttum upplýsingum hratt og örugglega til viðskiptavina. Í appinu finnur þú upplýsingar um tilboð og afslætti hjá mörgum af vinsælustu fyrirtækjum landsmanna á landsbyggðinni. Appið er viðbót við þau verkfæri sem Austurbrú hefur þróað fyrir samstarfsaðila sína.
Austurland.is
Austurland.is er vefur í stöðugri þróun. Þar birtum við sögur af Austurlandi, upplýsingar um veður, störf og húsnæði í boði og áhugaverðar ferðaleiðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má finna á vefnum verkfærakistu fyrir samstarfsaðila sem samanstendur af ljósmyndabanka og samskiptatungumáli Austurlands. Aðgengi að útgefnu efni og blaðagreinum sem birst hafa í öðrum miðlum.
Think outside the circle
Í tengslum við verkefnið Áfangastaðurinn Austurland hefur verið gefið út tímaritið Think outside the circle – Destination Austurland Magazine. Tímaritinu er ætlað að flytja sögur af íbúum Austurlands, menningu landshlutans og samfélagi. Blaðið er gefið út á ensku og prentuðum eintökum er m.a. dreift á ferðasýningum. Að blaðinu vinna verkefnastjórar Austurbrúar auk lausapenna og annarra verktaka.
Fyrri tölublöðAusturland hlaðvarp
Austurbrú heldur úti hlaðvarpi þar sem fjallað er um ýmis málefni tengd austfirsku samfélagi og verkefnum stofnunarinnar. Í þáttunum koma fram verkefnastjórar Austurbrúar en oft bjóðum við góðum gestum til að taka þátt í umræðunni með okkur.
Hlusta