Pistill yfirverkefnastjóra
Lesa pistilHópurinn vinnur vel saman og mörg verkefnin eru unnin af ólíkum aðilum eftir efni og umfangi. Á þann hátt verður til enn meiri deigla og kraftur sem leiðir til betri og meiri árangurs enn ella.
Áfangastaðastofa Austurlands
Áfangastaðurinn Austurland sinnir þróunarverkefnum og kynningar- og markaðssetningu á landshlutanum. Verkefnið var upphaflega sett af stað að frumkvæði Ferðamálasamtaka Austurlands en er í dag stýrt af Austurbrú. Markmið þess er að efla samkeppnisstöðu Austurlands með víðtæku samstarfi um viðfangsefni er stuðla að framþróun landshlutans, að gera hann að enn betri stað til að heimsækja, búa og starfa í.
NánarJaðarbyggðir
Austurbrú vinnur að nokkrum verkefnum sem sérstaklega er ætlað að efla jaðarbyggðir á Austurlandi. Áhersla er mismunandi eftir verkefnum en þau fara fram á Vopnafirði, Stöðvarfirði og Seyðisfirði.
NánarMenning
Austurbrú styður við ýmsa menningarviðburði en hefur yfirumsjón með tveimur stórum viðburðum á landshlutavísu; Dögum myrkurs og BRAS – Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.
NánarNýsköpun og atvinnuþróun
Austurbrú sinnir ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar og aðstoðar frumkvöðla og fyrirtæki að þróa hugmyndir sínar og verkefni. Atvinnuþróunarráðgjafar sinna á hverju ári fjölda viðtala og veita þjónustu er snýr m.a. að möguleikum varðandi fjármögnun, áætlanagerð, markaðssetningu eða upplýsingar um styrki. Farið er í heimsóknir í fyrirtæki og til einstaklinga sem eru í rekstri í fjórðungnum. Tilgangurinn er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum á Austurlandi.
Á árinu 2023 var farið í á fjórða tug heimsókna í fyrirtæki eða til frumkvöðla um allt Austurland.
Ráðgjöf við fjármögnun
Atvinnuráðgjafar Austurbrúar leitast við að fylgjast með fjármögnunarmöguleikum og veita ráðgjöf til frumkvöðla og fyrirtækja varðandi fjármögnun verkefna. Veitt er ráðgjöf og aðstoð við gerð rekstraráætlana og aðstoðað við lánsumsóknir til Byggðastofnunar og annara fjármálafyrirtækja. Atvinnuráðgjafar aðstoða einnig varðandi kynslóðaskipti í landbúnaði.
Jafnframt er veitt ráðgjöf í gerð umsókna í sjóði, t.a.m. Tækniþróunarsjóð, Matvælasjóð eða sjóði á vegum Byggðastofnunar.
Austurbrú hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Austurlands og veitir einnig ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna. Haustið 2023 voru haldnar tíu vinnustofur um allt Austurland í aðdraganda úthlutunar Uppbyggingarsjóðs þar sem umsækjendur fengu leiðsögn í gerð umsókna.
Sérverkefni
Til viðbótar við þau byggða- og atvinnuþróunarverkefni sem fjallað hefur verið um hér að ofan vann Austurbrú að nokkrum sérverkefnum. Áhersla þeirra var efling Egilsstaðaflugvallar, kortlagning rýma fyrir óstaðbundin störf, hringrásarhagkerfið, atvinnulíf á Seyðisfirði, matvæli á Austurlandi og efling nýsköpunar og fjölbreytni í atvinnulífi í dreifbýli.
Nánar