Gagnagrunnur

Sem liður í verkefninu Matarauður Austurlands hófst árið 2019 vinna við kortlagningu framleiðenda á svæðinu og voru þær upplýsingar gerðar aðgengilegar og opinberar árið 2020 á sérstakri heimasíðu.  Þar má einnig finna upplýsingar um veitingaaðila, matarmarkaði og fleira. Unnin var þriggja ára stefnumótun og tímalína en þar kemur fram að árið 2021 verður lögð áhersla á vitundarvakningu, 2022 verður lögð áhersla á samspil matvælaframleiðslu og heilsueflingar og árið 2023 verður blásið til stórrar ráðstefnu þar sem matvælaframleiðendum, söluaðilum og öðrum hagsmunaaðilum verður safnað saman til að vinna áfram að sameiginlegu markmiði verkefnisins sem er að koma Austurlandi á kortið sem góðum stað til að búa á og heimsækja og til að borða góðan mat sem framleiddur er með hagsmuni náttúru og íbúa að leiðarljósi.

Verkefnisstjórn


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]


Jón Knútur Ásmundsson

895 9982 // [email protected]


Sigfinnur Björnsson

470 3812 // [email protected]