Markmið
Matarauður Austurlands hlaut styrk frá Matarauði Íslands fyrir árin 2019 og 2020 og markmið verkefnisins er að marka sérstöðu austfirskra framleiðenda og veitingaaðila, styrkja við ferðaþjónustu á Austurlandi, vinna með staðbundin hráefni þar sem áhersla er lögð á hreinleika, ferskleika og einfaldleika. Einnig verður unnið með árstíðabundin hráefni, hollustu og virðingu fyrir hráefninu. Lokamarkmiðið er að Austurland verði eftirsóttur staður til að búa á og heimsækja þegar kemur að því að upplifa og borða mat.
Framvinda
Árið 2019 hófst vinna við kortlagningu framleiðenda á svæðinu og eru þær upplýsingar aðgengilegar á vefsíðunni Austurland.is. Þá hafa verið skipulagðar vinnustofur og ýmis fleiri verkefni og stefnt er að því að gefa út þriggja ára aðgerðaáætlun þar sem framtíð matarferðaþjónustu á Austurlandi verður kortlögð.
Nánar