Starfsemi SSA
Starfsemi SSA er margþætt og má þar nefna umsagnir um frumvörp sem lögð eru fram á Alþingi og eftirfylgni með áherslum stjórnvalda til framþróunar á Austurlandi. SSA vinnur einnig að sóknaráætlun landshlutans, þróun svæðisskipulags og almenningssamgangna, á í samskiptum við önnur landshlutasamtök, þingmenn kjördæmisins, starfsmenn Stjórnarráðsins, sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga á starfssvæði SSA og íbúa Austurlands. Að auki skipar SSA í ýmsa starfshópa og nefndir.
NánarAðalfundur
Þann 3. júní 2021 fór 55. aðalfundur SSA fram í Valaskjálf á Egilsstöðum. Svæðisskipulag Austurlands skipaði stóran sess á fundinum þar sem ráðgjafar frá Alta kynntu framgang verkefnisins og hvernig það hefur verið að mótast eftir að þráðurinn var tekinn aftur upp í byrjun árs 2021 þegar ný svæðisskipulagsnefnd kom saman en hún var skipuð eftir sameiningu sveitarfélaga. Á aðalfundinum kynnti sviðsstjóri á Skipulagsstofnar einnig strauma í skipulagsmálum og mögulegt hlutverk svæðisskipulags við framfylgd landsskipulagsstefnu. Þá fjallaði skipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins um reynslu af framfylgd svæðisskipulags þar.
Nánar
Haustþing
Haustþing SSA var haldið í fjarfundi 19. nóvember 2021. Til umræðu á fundinum var vinna við Svæðisskipulag Austurlands auk þess sem fram fóru hefðbundin þingstörf og veitt voru menningarverðlaun SSA.
NánarMenningar- verðlaun
Guðmundur R. Gíslason, tónlistarmaður frá Neskaupstað, hlaut menningarverðlaun SSA sem tilkynnt var um á haustþingi sambandsins. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar.
NánarSóknaráætlun Austurlands
Sóknaráætlun Austurlands byggir á samningi SSA við mennta- og menningarmálaráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið. Samningurinn gildir til fimm ára í senn, núverandi samningur frá 2020 til 2024 og er það þriðja tímabil samnings um sóknaráætlun landshluta.
NánarStjórn SSA
Stjórn SSA
Aðalmenn
Einar Már Sigurðarson, formaður
Pálína Margeirsdóttir
Gauti Jóhannesson
Hildur Þórisdóttir
Sigríður Bragadóttir
Varamenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
Jón Björn Hákonarson
Berglind Harpa Svavarsdóttir
Stefán Bogi Sveinsson
Íris Grímsdóttir
Áheyrnarfulltrúar
Jóhann F. Þórhallsson (aðalm.)
Lárus Heiðarsson (varam.)
Varamenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
Jón Björn Hákonarson
Berglind Harpa Svavarsdóttir
Stefán Bogi Sveinsson
Íris Grímsdóttir
Áheyrnarfulltrúar
Jóhann F. Þórhallsson (aðalm.)
Lárus Heiðarsson (varam.)