Mótun svæðisskipulags kynnt á aðalfundi SSA 2021

Þá fór Alta yfir helstu sjónarmið og áherslur fyrir einstök viðfangsefni, sem fram hafa komið í umræðum á fundum nefndar til þessa. Sá efniviður verður ræddur og mótaður frekar á næstu mánuðum við mótun vinnslutillögu.

Í kynningunni  var einnig farið yfir vinnuferli verkefnisins en það skiptist í fimm áfanga. Frumdrög hafa verið í vinnslu á fyrri hluta árs 2021 og vinnslutillaga verður til umfjöllunar á haustfundi SSA 2021. Vorið 2022 verður kynningartillaga til umfjöllunar hjá SSA, sveitarfélögum og umsagnaraðilum og á sama tíma verður tillagan kynnt almenningi. Á síðari hluta árs 2022 tekur við fullvinnsla tillögu og afgreiðsla til formlegrar auglýsingar með tilskildum athugasemdafresti. Lokaafgreiðsla nefndar, sveitarstjórna og Skipulagsstofnunar er svo áformuð á fyrri hluta árs 2023.

Á aðalfundinum var einnig kynning sviðsstjóra á Skipulagsstofnun um strauma í skipulagsmálum og mögulegt hlutverk svæðisskipulags við framfylgd landsskipulagsstefnu. Þá kynnti skipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins reynslu af framfylgd svæðisskipulags þar.

Nánari upplýsingar