Starfsemi SSA
Starfsemi SSA er margþætt og má þar nefna umsagnir um frumvörp sem lögð eru fram á Alþingi og eftirfylgni með áherslum stjórnvalda til framþróunar á Austurlandi. SSA vinnur einnig að sóknaráætlun landshlutans, þróun svæðisskipulags og almenningssamgangna, á í samskiptum við önnur landshlutasamtök, þingmenn kjördæmisins, starfsmenn Stjórnarráðsins, sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga á starfssvæði SSA og íbúa Austurlands. Að auki skipar SSA í ýmsa starfshópa og nefndir.
NánarAðalfundur
Þann 3. maí 2023 fór 57. aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fram í Valaskjálf á Egilsstöðum. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar, kynning á ársreikningi fyrir 2022 og á fjárhagsáætlunum fyrir árin 2023 og 2024.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ávarpaði þingið og fór m.a. yfir stefnu ríkisvaldsins í málefnum sveitarstjórnar- og byggðamála. Þá kynnti Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar og SSA, nýjan vef Svæðisskipulags Austurlands 2022-2044.
NánarHaustþing
Haustþing Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) fór fram í Végarði í Fljótsdal dagana 28.-29. september 2023. Á þinginu komu saman sveitarstjórnarfulltrúar sveitarfélaganna fjögurra á Austurlandi ásamt bæjar- og sveitarstjórum og starfsfólki fundarins en það var frá Austurbrú. Bæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins ávörpuðu þingið en einnig flutti Ragnhildur Vigfúsdóttir, fyrirlesari og markþjálfi, áhugavert erindi um jákvæða sálfræði. Sveitarstjórnarfulltrúar unnu saman í að ályktunum sem samþykktar voru af þinginu seinni daginn. Menningarverðlaun SSA 2023 hlaut Félag ljóðaunnenda á Austurlandi að þessu sinni. Heiðursgestur þingsins var Sigríður Bragadóttir, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður frá Vopnafirði.
NánarMenningarverðlaun
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlaut menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2023 á haustþingi sambandsins. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað á Stöðvarfirði 1996 og hefur verið eitt ötulasta útgáfufélag ljóðabóka á landinu frá aldamótum. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður SSA, afhendi formanni félagsins, Magnúsi Stefánssyni, verðlaunin í Snæfellsstofu.
NánarSóknaráætlun Austurlands
Sóknaráætlun Austurlands byggir á samningi SSA við ráðneytin og gildir til fimm ára í senn. Markmið samnings um sóknaráætlun er að stuðla að jákvæðri samfélags- og byggðarþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.
Uppbyggingarsjóður Austurlands
Hlutverk og tilgangur Uppbyggingarsjóðs Austurlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Austurlandi í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans. Úthlutað er úr sjóðnum árlega og að þessu sinni hlutu 67 verkefni styrk. Umsóknum í sjóðinn fjölgaði um 15% milli ára, nokkuð jafnt milli flokka, sem endurspeglar bæði grósku í atvinnu og nýsköpun, sem og frjótt menningarstarf á Austurlandi.
NánarSumarfundur ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum
Einn af stærstu viðburðum SSA á árinu var móttaka ríkisstjórnar Íslands sem hélt sumarfund sinn á Egilsstöðum í lok ágúst. Þar voru helstu málefni sem brunnu á Austfirðingum rædd.
Nánar