Fyrsta rafræna ársritið
Ársrit Austurbrúar hefur verið gefið út óslitið frá upphafsári stofnunarinnar en kemur nú í fyrsta sinn út rafrænt. Útgáfa af þessu tagi býður upp á fjölbreyttari möguleika til framsetningar efnis en prentað eintak og er auðvitað mun ákjósanlegri fyrir umhverfið. Er það von okkar hjá Austurbrú að þessi nýjung mælist vel fyrir.
Eldri ársritÁvarp framkvæmdastjóra
Lesa ávarpÞróun samfélagsins á Austurlandi er háð því að við vinnum saman og virkjum samstöðumáttinn sem í okkur býr, eins og dæmin sýna. Þannig getum við í sameiningu skapað nútímalegt samfélag sem mun standa vel í fæturna næst þegar gefur á bátinn.
Ávarp starfsmanns
Lesa ávarpAusturbrú er brúin okkar allra og það er mikilvægt að muna að grasið er grænt báðum megin, ef við veljum að líta á það þannig. Það er hlutverk okkar íbúanna að nýta þessa brú til góðs og það gerum við með því að veita athygli því sem sameinar okkur og gerir okkur sérstök.
Ávarp formanns SSA
Lesa ávarpSameining sveitarfélaga á Austurlandi á árinu 2020 er nýjasta dæmið um framsýni íbúa landshlutans. Í samþykktum SSA endurspeglast þessi þróun og sýnir enn og aftur að við erum óhrædd við að takast á við breytingar.