Ávarp framkvæmdastjóra Austurbrúar
Lesa ávarpAðdráttarafl okkar hefur aukist, slagkraftur ferðaþjónustuaðila hefur aldrei verið meiri og ég leyfi mér að fullyrða – og er ekki ein um það – að Austurland hafi komist í tísku á allra síðustu árum.
Ávarp formanns SSA
Lesa ávarpÁ vettvangi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi heyrist sameiginleg rödd okkar og þar hafa á síðustu árum verið tekin mikilvæg framfaraskref fyrir áframhaldandi eflingu Austurlands.
Svæðisskipulag Austurlands
Stór áfangi náðist á árinu 2022 þegar Svæðisskipulag Austurlands var undirritað, en vinna við verkefnið hefur staðið yfir síðan 2016.
Tilgangur svæðisskipulagsgerðar fyrir Austurland er að marka sameiginlega langtíma framtíðarsýn og meginstefnusveitarfélaganna fjögurra í umhverfis- og byggðamálum, sem stuðlar að því að svæðið geti betur virkað sem landfræðileg, hagræn og félagsleg heild sem aftur styrkir byggðarþróun. Við mótun svæðisskipulagsins er sjónum beint að fjórum sviðum með yfirskriftirnar:
- Austurland – Góð heimkynni
- Austurland – Land sóknarfæra
- Austurland – Ævintýri líkast
- Austurland – Sterkt samfélag
Nánar
Tíu ára afmæli Austurbrúar
Austurbrú hélt upp á 10 ára afmæli á árinu eftir viðburðaríkan áratug. Í tilefni afmælisins var boðið til hátíðardagskrár í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði í blíðskaparveðri þann 29. apríl. Nokkrir fyrirlesarar fluttu ávörp um fjölbreytt efni, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra flutti fréttir af möguleikanum á að stunda B.S. nám í tölvunarfræði frá Austurlandi og farið var í óvissuferð.
Nánar